Höll til sölu 14. október 2006 10:17 Það á að selja Fríkirkjuveg 11. Þar fór ég á skátafundi þegar ég var strákur. Á þeim tíma var sagt að í skátunum lærði maður að runka sér, í skólanum að reykja, en í íþróttafélögunum að drekka. Hefur líklega skánað síðan. Svo fór ég þangað seinna til að taka við verðlaunum fyrir eitthvert borðtennismót og sá þá dreng á mínu reki sem mér var minnistæður vegna þess hvað mér fannst hann einkennilegur - þetta var Margeir Péturson sem var að líka að taka við verðlaunum, ekki fyrir borðtennis, heldur skák. Þetta er sögufrægt hús og einkar fagurt, stendur í skjólgóðum garði þar sem eitt sinn var gosbrunnur. Ég man eftir að hafa verið barn að sprikla í þessum gosbrunni. Síðar var hann fjarlægður, ég veit ekki hvers vegna. Íslendingar hafa nægt vatn, bæði heitt og kalt, en furðulega fáa gosbrunna. Rennandi vatn í borgum dregur að sér mannlíf. Það er fráleit hugmynd að selja milljarðamæringi húsið svo hann geti brúkað það sem einhvers konar höll í miðri borginni. Og þá væntanlega girt af garðinn líka. Nóg er auðmannadekrið hér. Væri ekki nær að tengja þetta með einhverjum hætti Listasafni Íslands - eða einhverri menningarstarfsemi sem laðar til sín fólk? Garðurinn er fínn - heitir meira að segja því hátimbraða nafni Hallargarðurinn - þótt maður sé pínulítið hræddur að rekast á sprautunálar þar. --- --- --- Ég veit ekki hvort maður er í lífshættu núorðið þegar maður labbar í Miðbænum. Í fyrradag réðst útigangsmaður, útúrdópaður, á mig í bænum um hábjartan dag. Hótaði að berja mig. Ég hefði kannski getað ráðið við hann en maður nennir ekki að standa í slagsmálum klukkan fjögur síðdegis í Bankstrætinu. Svo hrökklaðist burt og loks gafst hann upp á að elta mig. Yfirleitt sjást ekki löggur í Miðbænum. Þegar ég fór síðast - eða næstsíðast – út að næturþeli, rétt eftir áramótin, veitti mér eftirför náungi sem vildi endilega ræða um pólitík. Þegar ég nennti ekki að tala við hann kýldi hann mig í götuna - það bjargaði mér að leigubílstjóri sem átti leið hjá stoppaði. Nú er rætt um að þurfi að vopna lögregluna. Um daginn las ég að hefði verið ráðist á stöðumælavörð og hann nefbrotinn. Það er spurning hvort þurfi að vopna stöðumælaverðina líka? Annars finnst mér ég vera öruggari á Grikklandi en hérna. Á eyjunni Naxos þar sem ég dvel eru um 25 þúsund íbúar. Í fyrra var þar ekki framinn einn einasti glæpur. Á leið á ferju þangað síðsumars týndi ég veskinu mínu. Í ferjunni hafa varla verið færri en 700 farþega plús fjölmenn áhöfn. Ég var heldur vondaufur en hringdi í Blue Star-félagið sem rekur ferjurnar. Eftir nokkra eftirgrennslan var mér tjáð að veskið hefði fundist. Með peningum, kortum og öllu. Ég fór og náði í það næst þegar ferjan kom í land. --- --- --- Þórður Magnússon tónskáld hefur stundum sent mér línu vegna skrifa um skipulagsmál. Við höfum ekki verið alveg sammála. Hann er harður verndarsinni, ég vil rífa sumt og treysta á að sé byggt eitthvað skaplegt í staðinn. En það er betra að vernda en að byggja eitthvað ógeð. Eins og Þórður bendir á í grein í Fréttablaðinu í gær erum við ennþá svo frumstæð að borgin gerir engar kröfur um gæði eða fegurðargildi nýbygginga. Þetta blasir við í kringum Lindargötuna gömlu þar sem hafa risið lágkúrulegar og metnaðarlausar byggingar - eins og til dæmis nýju stúdentagarðarnir - og braskarar hafa undirtökin en ekki þeir sem vilja fallega og góða borg. Hví þarf þetta að vera svona? --- --- --- Játa svo að myndina hér að ofan tók ég traustataki á vef Guðmundar Magnússonar, en hann er flestum mönnum fróðari um Thorsarana sem eitt sinn bjuggu á Fríkirkjuvegi 11. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Það á að selja Fríkirkjuveg 11. Þar fór ég á skátafundi þegar ég var strákur. Á þeim tíma var sagt að í skátunum lærði maður að runka sér, í skólanum að reykja, en í íþróttafélögunum að drekka. Hefur líklega skánað síðan. Svo fór ég þangað seinna til að taka við verðlaunum fyrir eitthvert borðtennismót og sá þá dreng á mínu reki sem mér var minnistæður vegna þess hvað mér fannst hann einkennilegur - þetta var Margeir Péturson sem var að líka að taka við verðlaunum, ekki fyrir borðtennis, heldur skák. Þetta er sögufrægt hús og einkar fagurt, stendur í skjólgóðum garði þar sem eitt sinn var gosbrunnur. Ég man eftir að hafa verið barn að sprikla í þessum gosbrunni. Síðar var hann fjarlægður, ég veit ekki hvers vegna. Íslendingar hafa nægt vatn, bæði heitt og kalt, en furðulega fáa gosbrunna. Rennandi vatn í borgum dregur að sér mannlíf. Það er fráleit hugmynd að selja milljarðamæringi húsið svo hann geti brúkað það sem einhvers konar höll í miðri borginni. Og þá væntanlega girt af garðinn líka. Nóg er auðmannadekrið hér. Væri ekki nær að tengja þetta með einhverjum hætti Listasafni Íslands - eða einhverri menningarstarfsemi sem laðar til sín fólk? Garðurinn er fínn - heitir meira að segja því hátimbraða nafni Hallargarðurinn - þótt maður sé pínulítið hræddur að rekast á sprautunálar þar. --- --- --- Ég veit ekki hvort maður er í lífshættu núorðið þegar maður labbar í Miðbænum. Í fyrradag réðst útigangsmaður, útúrdópaður, á mig í bænum um hábjartan dag. Hótaði að berja mig. Ég hefði kannski getað ráðið við hann en maður nennir ekki að standa í slagsmálum klukkan fjögur síðdegis í Bankstrætinu. Svo hrökklaðist burt og loks gafst hann upp á að elta mig. Yfirleitt sjást ekki löggur í Miðbænum. Þegar ég fór síðast - eða næstsíðast – út að næturþeli, rétt eftir áramótin, veitti mér eftirför náungi sem vildi endilega ræða um pólitík. Þegar ég nennti ekki að tala við hann kýldi hann mig í götuna - það bjargaði mér að leigubílstjóri sem átti leið hjá stoppaði. Nú er rætt um að þurfi að vopna lögregluna. Um daginn las ég að hefði verið ráðist á stöðumælavörð og hann nefbrotinn. Það er spurning hvort þurfi að vopna stöðumælaverðina líka? Annars finnst mér ég vera öruggari á Grikklandi en hérna. Á eyjunni Naxos þar sem ég dvel eru um 25 þúsund íbúar. Í fyrra var þar ekki framinn einn einasti glæpur. Á leið á ferju þangað síðsumars týndi ég veskinu mínu. Í ferjunni hafa varla verið færri en 700 farþega plús fjölmenn áhöfn. Ég var heldur vondaufur en hringdi í Blue Star-félagið sem rekur ferjurnar. Eftir nokkra eftirgrennslan var mér tjáð að veskið hefði fundist. Með peningum, kortum og öllu. Ég fór og náði í það næst þegar ferjan kom í land. --- --- --- Þórður Magnússon tónskáld hefur stundum sent mér línu vegna skrifa um skipulagsmál. Við höfum ekki verið alveg sammála. Hann er harður verndarsinni, ég vil rífa sumt og treysta á að sé byggt eitthvað skaplegt í staðinn. En það er betra að vernda en að byggja eitthvað ógeð. Eins og Þórður bendir á í grein í Fréttablaðinu í gær erum við ennþá svo frumstæð að borgin gerir engar kröfur um gæði eða fegurðargildi nýbygginga. Þetta blasir við í kringum Lindargötuna gömlu þar sem hafa risið lágkúrulegar og metnaðarlausar byggingar - eins og til dæmis nýju stúdentagarðarnir - og braskarar hafa undirtökin en ekki þeir sem vilja fallega og góða borg. Hví þarf þetta að vera svona? --- --- --- Játa svo að myndina hér að ofan tók ég traustataki á vef Guðmundar Magnússonar, en hann er flestum mönnum fróðari um Thorsarana sem eitt sinn bjuggu á Fríkirkjuvegi 11.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun