Hljómsveitin Sign spilar hér heima 13. október 2006 15:30 Hljómsveitin Sign heldur 6 daga tónleikaröð sem hefst föstudaginn 13. október og endar föstudaginn 20. á Kerrang! kvöldi Iceland Airwaves. Hljómsveitin er nýkomin úr vel heppnuðum þriggja vikna Evróputúr þar sem þeir spiluðu 17 tónleika í 5 löndum. Sign hafa verið iðnir við tónleikahald á þessu ári og lofa að mæta þéttir til leiks með nýtt efni í farteskinu. Í tilefni af tónleikahaldinu sendir hljómsveitin frá sér smáskífuna, So Pretty, sem gefin er út í niðurhali á tonlist.is Hér er um alfarið nýja útgáfu að ræða frá því sem var á geisladisknum, Thank God for Silence, sem út kom fyrir síðustu jól. Nýja útgáfan var unnin með hinum þekkta breska hljóðupptökustjóra Chris Sheldon. Sign spila á eftirfarandi stöðum á næstunni: Föstudagur 13. október Akranes - Fjölbrautarskólanum ásamt Jamies Star og Sýna Laugardagur 14. október Akureyri - Sjallinn ásamt Nevolution og Jamies Star Sunnudagur 15. október Grundarfirði - Félagsheimilinu á Grundafirði Mánudagur 16. október Keflavík - Yello ásamt Jamies Star og Ritz Þriðjudagur 17. október Selfoss - Fjölbrautarskólanum ásamt Jamies Star Föstudagur 20. október Reykjavík - Nasa - Kerrang! kvöld Iceland Airwaves Lag á Kerrang! safndiski A Little Bit með Sign er eitt af þeim lögum sem kemur út á nýjum safndiski sem Kerrang! hefur sett saman í tilefni af 25 ára afmæli sínu og nefnist New Breed. Í frétt í Kerrang! í þessari viku segir að disknum sé ætlað að koma á framfæri heitustu hljómsveitinum í heimi Kerrang! um leið og varpað er ljósi á nýjar sveitir sem eru að brjótast í gegn og tímaritið trúi á að eigi eftir að ná miklum árangri á næstu 12 mánuðum. Í upptalningu sinni nefnir Kerrang! þrjár alþjóðlegar hljómsveitir í þessu samhengi eða Sign, frönsku sveitina Gojira (sem einnig koma fram á Kerrang! kvöldi Iceland Airwaves) og áströlsku sveitina The Scare sem Sign ferðuðust með á Kerrang! Most wanted túr fyrr á árinu. Egill Rafnsson trommuleikari hljómsveitarinnar segir þetta viðurkenningu fyrir Sign. "Við erum búnir að lesa þetta tímarit frá því að við vorum púkar og það er góð tilfinning að sjá Sign á prenti í Kerrang!. Þeir hafa stutt ótrúlega vel við bakið á okkur síðan að við spiluðum á Iceland Airwaves í fyrra og beiðni þeirra um að fá lag á safndisk sem gefinn er út í tilefni af afmælisári þeirra toppaði þann stuðning." Lífið Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Hljómsveitin Sign heldur 6 daga tónleikaröð sem hefst föstudaginn 13. október og endar föstudaginn 20. á Kerrang! kvöldi Iceland Airwaves. Hljómsveitin er nýkomin úr vel heppnuðum þriggja vikna Evróputúr þar sem þeir spiluðu 17 tónleika í 5 löndum. Sign hafa verið iðnir við tónleikahald á þessu ári og lofa að mæta þéttir til leiks með nýtt efni í farteskinu. Í tilefni af tónleikahaldinu sendir hljómsveitin frá sér smáskífuna, So Pretty, sem gefin er út í niðurhali á tonlist.is Hér er um alfarið nýja útgáfu að ræða frá því sem var á geisladisknum, Thank God for Silence, sem út kom fyrir síðustu jól. Nýja útgáfan var unnin með hinum þekkta breska hljóðupptökustjóra Chris Sheldon. Sign spila á eftirfarandi stöðum á næstunni: Föstudagur 13. október Akranes - Fjölbrautarskólanum ásamt Jamies Star og Sýna Laugardagur 14. október Akureyri - Sjallinn ásamt Nevolution og Jamies Star Sunnudagur 15. október Grundarfirði - Félagsheimilinu á Grundafirði Mánudagur 16. október Keflavík - Yello ásamt Jamies Star og Ritz Þriðjudagur 17. október Selfoss - Fjölbrautarskólanum ásamt Jamies Star Föstudagur 20. október Reykjavík - Nasa - Kerrang! kvöld Iceland Airwaves Lag á Kerrang! safndiski A Little Bit með Sign er eitt af þeim lögum sem kemur út á nýjum safndiski sem Kerrang! hefur sett saman í tilefni af 25 ára afmæli sínu og nefnist New Breed. Í frétt í Kerrang! í þessari viku segir að disknum sé ætlað að koma á framfæri heitustu hljómsveitinum í heimi Kerrang! um leið og varpað er ljósi á nýjar sveitir sem eru að brjótast í gegn og tímaritið trúi á að eigi eftir að ná miklum árangri á næstu 12 mánuðum. Í upptalningu sinni nefnir Kerrang! þrjár alþjóðlegar hljómsveitir í þessu samhengi eða Sign, frönsku sveitina Gojira (sem einnig koma fram á Kerrang! kvöldi Iceland Airwaves) og áströlsku sveitina The Scare sem Sign ferðuðust með á Kerrang! Most wanted túr fyrr á árinu. Egill Rafnsson trommuleikari hljómsveitarinnar segir þetta viðurkenningu fyrir Sign. "Við erum búnir að lesa þetta tímarit frá því að við vorum púkar og það er góð tilfinning að sjá Sign á prenti í Kerrang!. Þeir hafa stutt ótrúlega vel við bakið á okkur síðan að við spiluðum á Iceland Airwaves í fyrra og beiðni þeirra um að fá lag á safndisk sem gefinn er út í tilefni af afmælisári þeirra toppaði þann stuðning."
Lífið Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira