Ræða ekki málefni einstakra starfsmanna 13. október 2006 12:30 MYND/GVA Stjórnendur álvers Alcan í Straumsvík segjast ekki ætla að ræða málefni einstakra aðila innan fyrirtækisins, en eins og kunnugt er héldu starfsmenn fjölmennan fund í Hafnarfirði í gær til að mótmæla uppsögnum þriggja starfsmanna fyrirtækisins fyrir skemmstu. Alcan hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins: „Stjórnendum Alcan í Straumsvík var í morgun afhent ályktun starfsmannafundar sem haldin var í Hafnarfirði í gær. Það er skoðun stjórnenda fyrirtækisins, að viðbrögð starfsmanna séu eðlileg í ljósi þess að þremur vinnufélögum þeirra hafi verið sagt upp störfum án þess að ástæður þess séu gerðar opinberar. Í viðkvæmum málum sem þessum er það stefna fyrirtækisins að ræða ekki málefni einstakra aðila og frá þeirri stefnu verður ekki breytt. Stjórnendur Alcan leggja sig fram um að standa eins vel að uppsögnum og mögulegt er, en slíkt er ávallt vandmeðfarið. Fyrirtækið hefur stuðst við utanaðkomandi ráðgjöf um það hvernig standa skuli að þeim fáu uppsögnum sem þurfa að koma til hjá fyrirtækinu. Við hörmum að til umræddra uppsagna hafi þurft að koma en viðkomandi starfsmönnum voru gefnar skýringar og við höfnum því að illa sé staðið að málum. Fréttir undanfarinna daga af starfsmannamálum hjá Alcan í Straumsvík eru í miklu ósamræmi við þær staðreyndir sem blasa við, t.d. niðurstöður mælinga á starfsánægju sem við höfum gert um árabil og sýna að starfsmenn eru bæði ánægðir með og stoltir af sínum vinnustað. Starfsmannavelta hjá Alcan er líklega sú lægsta á öllum landinu og mikil ásókn er í störf hjá fyrirtækinu. Sérákvæði í kjarasamningum tryggja starfsmönnum fríðindi sem hvergi þekkjast annars staðar og m.a. rekur fyrirtækið sérstakan vinnustað fyrir starfsmenn með skerta starfsgetu. Rétt er að taka fram vegna umræðu um mat á frammistöðu starfsmanna, að ekki er til staðar hjá fyrirtækinu skráning á frammistöðu eins og ályktað var um á fundi verkalýðsfélaga starfsmanna í gær. Það er hins vegar hlutverk verkstjóra og annarra stjórnendur í hverju fyrirtæki að meta frammistöðu sinna starfsmanna, ástundum og færni í mannlegum samskiptum." Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Stjórnendur álvers Alcan í Straumsvík segjast ekki ætla að ræða málefni einstakra aðila innan fyrirtækisins, en eins og kunnugt er héldu starfsmenn fjölmennan fund í Hafnarfirði í gær til að mótmæla uppsögnum þriggja starfsmanna fyrirtækisins fyrir skemmstu. Alcan hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins: „Stjórnendum Alcan í Straumsvík var í morgun afhent ályktun starfsmannafundar sem haldin var í Hafnarfirði í gær. Það er skoðun stjórnenda fyrirtækisins, að viðbrögð starfsmanna séu eðlileg í ljósi þess að þremur vinnufélögum þeirra hafi verið sagt upp störfum án þess að ástæður þess séu gerðar opinberar. Í viðkvæmum málum sem þessum er það stefna fyrirtækisins að ræða ekki málefni einstakra aðila og frá þeirri stefnu verður ekki breytt. Stjórnendur Alcan leggja sig fram um að standa eins vel að uppsögnum og mögulegt er, en slíkt er ávallt vandmeðfarið. Fyrirtækið hefur stuðst við utanaðkomandi ráðgjöf um það hvernig standa skuli að þeim fáu uppsögnum sem þurfa að koma til hjá fyrirtækinu. Við hörmum að til umræddra uppsagna hafi þurft að koma en viðkomandi starfsmönnum voru gefnar skýringar og við höfnum því að illa sé staðið að málum. Fréttir undanfarinna daga af starfsmannamálum hjá Alcan í Straumsvík eru í miklu ósamræmi við þær staðreyndir sem blasa við, t.d. niðurstöður mælinga á starfsánægju sem við höfum gert um árabil og sýna að starfsmenn eru bæði ánægðir með og stoltir af sínum vinnustað. Starfsmannavelta hjá Alcan er líklega sú lægsta á öllum landinu og mikil ásókn er í störf hjá fyrirtækinu. Sérákvæði í kjarasamningum tryggja starfsmönnum fríðindi sem hvergi þekkjast annars staðar og m.a. rekur fyrirtækið sérstakan vinnustað fyrir starfsmenn með skerta starfsgetu. Rétt er að taka fram vegna umræðu um mat á frammistöðu starfsmanna, að ekki er til staðar hjá fyrirtækinu skráning á frammistöðu eins og ályktað var um á fundi verkalýðsfélaga starfsmanna í gær. Það er hins vegar hlutverk verkstjóra og annarra stjórnendur í hverju fyrirtæki að meta frammistöðu sinna starfsmanna, ástundum og færni í mannlegum samskiptum."
Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira