Jens Lekman hoppar í skarðið 12. október 2006 09:20 Hr. Örlygur, framkvæmdaraðili Iceland Airwaves, þykir leitt að tilkynna að sænska söngkonan Jenny Wilson mun ekki koma fram á Airwaves hátíðinni í næstu viku eins og stóð til, vegna veikinda. Þetta eru vissulega slæmar fréttir en Hr. Örlygur og umboðsmaður frú Wilson lögðust á eitt í að finna góðan kandídat til að fylla í skarðið - sem verður engin annar en samlandi hennar Jens Lekman. Það eru góðar fréttir. Jens Lekman kemur frá Angered úthverfinu í Gautaborg, leikur töfrandi gítarpopp og hefur vakið mikla athygli fyrir kaldhæðna, rómantíska og á körflum drungalega textagerð. Honum hefur verið líkt við tónlistarmenn á borð við Stephin Merrit, Magnetic Fields og Morrissey. Jens lét fyrst á sér kræla undir nafninu Rocky Dennis en hvaddi þann persónuleika formlega með plötunni Rocky Dennis in Heaven árið 2004. Sama ár gaf hann út meistarastykkið When I Said I Wanted to be Your Dog undir eigin og hlaut mikið lof fyrir í heimalandi sínu. Í kjölfarið fylgdi samningur við plötuútgáfuna Secretly Canadian, sem hefur á sínum snærum listamenn á borð við Antony and the Johnsons, og breiðskífan Oh Your Silent Jens (2005). Margir bíða í ofvæni eftir næstu breiðskífu Lekman sem hann vinnur nú að þessa daganna í Gautaborg. Jens tóks sér frí frá upptökum til að koma á Airwaves í ár. Framkvæmd Iceland Airwaves 2006 er í höndum Hr. Örlygs í samvinnu við Icelandair og Reykjavíkurborg. Dagskrá Iceland Airwaves 2006 er birt í heild sinni á: www.icelandairwaves.com Miðasala Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar Laugavegi, Kringlunni og Smáralind í Reykjavík og verslunum BT á Akureyri, Egilstöðum og Selfossi. Miði á Airwaves er í raun armband sem veitir aðgang að öllum tónleikastöðum hátíðarinnar. Miðaverð er 6.900 krónur, auk miðagjalds söluaðila sem er 460 krónur. Vefir www.jenslekman.com www.myspace.com/jenslekman http://en.wikipedia.org/wiki/Jens_Lekman Lífið Menning Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Hr. Örlygur, framkvæmdaraðili Iceland Airwaves, þykir leitt að tilkynna að sænska söngkonan Jenny Wilson mun ekki koma fram á Airwaves hátíðinni í næstu viku eins og stóð til, vegna veikinda. Þetta eru vissulega slæmar fréttir en Hr. Örlygur og umboðsmaður frú Wilson lögðust á eitt í að finna góðan kandídat til að fylla í skarðið - sem verður engin annar en samlandi hennar Jens Lekman. Það eru góðar fréttir. Jens Lekman kemur frá Angered úthverfinu í Gautaborg, leikur töfrandi gítarpopp og hefur vakið mikla athygli fyrir kaldhæðna, rómantíska og á körflum drungalega textagerð. Honum hefur verið líkt við tónlistarmenn á borð við Stephin Merrit, Magnetic Fields og Morrissey. Jens lét fyrst á sér kræla undir nafninu Rocky Dennis en hvaddi þann persónuleika formlega með plötunni Rocky Dennis in Heaven árið 2004. Sama ár gaf hann út meistarastykkið When I Said I Wanted to be Your Dog undir eigin og hlaut mikið lof fyrir í heimalandi sínu. Í kjölfarið fylgdi samningur við plötuútgáfuna Secretly Canadian, sem hefur á sínum snærum listamenn á borð við Antony and the Johnsons, og breiðskífan Oh Your Silent Jens (2005). Margir bíða í ofvæni eftir næstu breiðskífu Lekman sem hann vinnur nú að þessa daganna í Gautaborg. Jens tóks sér frí frá upptökum til að koma á Airwaves í ár. Framkvæmd Iceland Airwaves 2006 er í höndum Hr. Örlygs í samvinnu við Icelandair og Reykjavíkurborg. Dagskrá Iceland Airwaves 2006 er birt í heild sinni á: www.icelandairwaves.com Miðasala Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar Laugavegi, Kringlunni og Smáralind í Reykjavík og verslunum BT á Akureyri, Egilstöðum og Selfossi. Miði á Airwaves er í raun armband sem veitir aðgang að öllum tónleikastöðum hátíðarinnar. Miðaverð er 6.900 krónur, auk miðagjalds söluaðila sem er 460 krónur. Vefir www.jenslekman.com www.myspace.com/jenslekman http://en.wikipedia.org/wiki/Jens_Lekman
Lífið Menning Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira