Umhverfisstofnun getur gert betur 9. október 2006 18:06 Meginmarkmið stjórnvalda með stofnun Umhverfisstofnunar hafa aðeins að hluta náð fram að ganga. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Umhverfisstofnun. Fyrir þessu eru aðallega sagðar tvær ástæður. Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun hafi ekki verið nógu samstíga í forgangsröðun málefna sem stofnunin sinnir og stofnunin hefur ekki nýtt sér að fullu möguleika sína til að ná fram aukinni hagkvæmni. Úr tilkynningu frá Ríkisendurskoðun: ,, Umhverfisstofnun var komið á fót árið 2003 með sameiningu fjögurra opinberra stofnana og er henni m.a. ætlað að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum og verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Með sameiningunni var einkum leitast við að ná eftirfarandi markmiðum: Að einfalda og styrkja stjórnsýslu umhverfismála, að efla faglega þætti á þessu sviði, að stuðla að hagkvæmni í rekstri og að auðvelda stjórnvöldum að ná fram stefnumiðum sínum á sviði umhverfismála. Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar er leitast við að meta hvernig til hafi tekist. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar er sú að ekki hafi gengið nægjanlega vel að ná upphaflegum markmiðum Umhverfisstofnunar sem reyndar hefðu mátt vera skýrari í upphafi. Sameiningin stuðlaði að vísu að fækkun í yfirstjórn þeirra málaflokka sem falla undir stofnunina og einfaldaði umsagnarferlið í málaflokkunum. Ekki liggja hins vegar fyrir skýrar vísbendingar um að stjórnsýsla umhverfismála hafi almennt styrkst með sameiningunni eða að hún hafi almennt stuðlað að hagkvæmni eða faglegri framþróun í þeim málaflokkum sem heyra undir Umhverfisstofnun. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að verkefni Umhverfisstofnunar eru mjög fjölþætt og umfangsmikil og að á hana hafa verið lagðar margvíslegar nýjar skyldur, m.a. vegna fjölda reglugerða sem varða aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Umhverfisstofnun telur sig ekki hafa fengið nægt fé með þessum verkefnum og hefur því farið fram á auknar fjárveitingar. Þá telur stofnunin sig skorta fé vegna rekstrar og viðhalds þjóðgarða. Ráðuneytið hefur ekki að öllu leyti fallist á þetta sjónarmið. Ríkisendurskoðun leggur áherslu á að umhverfisráðuneytið fari yfir þessi mál með stofnuninni og að þessir aðilar nái sameiginlegri niðurstöðu um forgangsröðun verkefna og fjárþörf stofnunarinnar. Í þessu samhengi telur Ríkisendurskoðun einnig mikilvægt að umhverfisráðuneytið ljúki við gerð árangursstjórnunarsamnings við stofnunina". Fréttir Innlent Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sjá meira
Meginmarkmið stjórnvalda með stofnun Umhverfisstofnunar hafa aðeins að hluta náð fram að ganga. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Umhverfisstofnun. Fyrir þessu eru aðallega sagðar tvær ástæður. Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun hafi ekki verið nógu samstíga í forgangsröðun málefna sem stofnunin sinnir og stofnunin hefur ekki nýtt sér að fullu möguleika sína til að ná fram aukinni hagkvæmni. Úr tilkynningu frá Ríkisendurskoðun: ,, Umhverfisstofnun var komið á fót árið 2003 með sameiningu fjögurra opinberra stofnana og er henni m.a. ætlað að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum og verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Með sameiningunni var einkum leitast við að ná eftirfarandi markmiðum: Að einfalda og styrkja stjórnsýslu umhverfismála, að efla faglega þætti á þessu sviði, að stuðla að hagkvæmni í rekstri og að auðvelda stjórnvöldum að ná fram stefnumiðum sínum á sviði umhverfismála. Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar er leitast við að meta hvernig til hafi tekist. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar er sú að ekki hafi gengið nægjanlega vel að ná upphaflegum markmiðum Umhverfisstofnunar sem reyndar hefðu mátt vera skýrari í upphafi. Sameiningin stuðlaði að vísu að fækkun í yfirstjórn þeirra málaflokka sem falla undir stofnunina og einfaldaði umsagnarferlið í málaflokkunum. Ekki liggja hins vegar fyrir skýrar vísbendingar um að stjórnsýsla umhverfismála hafi almennt styrkst með sameiningunni eða að hún hafi almennt stuðlað að hagkvæmni eða faglegri framþróun í þeim málaflokkum sem heyra undir Umhverfisstofnun. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að verkefni Umhverfisstofnunar eru mjög fjölþætt og umfangsmikil og að á hana hafa verið lagðar margvíslegar nýjar skyldur, m.a. vegna fjölda reglugerða sem varða aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Umhverfisstofnun telur sig ekki hafa fengið nægt fé með þessum verkefnum og hefur því farið fram á auknar fjárveitingar. Þá telur stofnunin sig skorta fé vegna rekstrar og viðhalds þjóðgarða. Ráðuneytið hefur ekki að öllu leyti fallist á þetta sjónarmið. Ríkisendurskoðun leggur áherslu á að umhverfisráðuneytið fari yfir þessi mál með stofnuninni og að þessir aðilar nái sameiginlegri niðurstöðu um forgangsröðun verkefna og fjárþörf stofnunarinnar. Í þessu samhengi telur Ríkisendurskoðun einnig mikilvægt að umhverfisráðuneytið ljúki við gerð árangursstjórnunarsamnings við stofnunina".
Fréttir Innlent Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sjá meira