Sáttaviðræður milli DV og Jónínu Ben 8. október 2006 18:34 Málflutningi í máli sem Jónína Benediktsdóttir höfðaði gegn DV vegna umfjöllunar um einkalíf hennar var frestað í vikunni vegna tilboðs um að dómsátt yrði gerð í málinu. Í tilboðinu felst að fjölmiðillinn greiði Jónínu bætur og biðji hana afsökunar á umfjölluninni. DV birti í lok septmber í fyrra forsíðufrétt sem vörðuðu einkamálefni Jónínu Benediktsdóttur. Höfðaði hún einkarefsimál í vetur og stefndi blaðinu og fyrrverandi ritstjórum - þeim Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfasyni fyrir að brjóta gegn 229. grein hegningarlaganna þar sem segir: "Hver, sem skýrir opinberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknaðinn, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári." Jón Magnússon lögmaður 365 miðla staðfestir að Hróbjartur Jónatansson lögmaður Jónínu hafi lagt fram tillögu að dómssátt og þess vegna hafi málinu verið frestað. Ekki sé búið að taka afstöðu til tilboðsins. Hann vill ekki greina frá efnisatriðum þess. Hróbjartur vildi aðeins segja í samtali við NFS að ákveðnar viðræður væru í gangi um að leysa málið án dóms en hann vildi ekki ræða þær efnislega á þessu stigi. Heimildir NFS herma að sáttartilboðið feli í sér viðurkenningu á því að brotið hafi verið gegn einkalífsrétti Jónínu og hún beðin afsökunar á þessu broti. Auk þess að hún fái bætur vegna kostnaðar og miska. Í síðasta mánuði var gerð dómssátt í öðru máli þar sem DV var stefnt vegna umfjöllunar um mann sem lagður var inn á sjúkrahús vegna hermannaveiki. Með þeirri dómssátt féllust eigendur DV á að biðja manninn afsökunar og greiða honum miskabætur og málskostnað. Fréttir Innlent Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sjá meira
Málflutningi í máli sem Jónína Benediktsdóttir höfðaði gegn DV vegna umfjöllunar um einkalíf hennar var frestað í vikunni vegna tilboðs um að dómsátt yrði gerð í málinu. Í tilboðinu felst að fjölmiðillinn greiði Jónínu bætur og biðji hana afsökunar á umfjölluninni. DV birti í lok septmber í fyrra forsíðufrétt sem vörðuðu einkamálefni Jónínu Benediktsdóttur. Höfðaði hún einkarefsimál í vetur og stefndi blaðinu og fyrrverandi ritstjórum - þeim Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfasyni fyrir að brjóta gegn 229. grein hegningarlaganna þar sem segir: "Hver, sem skýrir opinberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknaðinn, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári." Jón Magnússon lögmaður 365 miðla staðfestir að Hróbjartur Jónatansson lögmaður Jónínu hafi lagt fram tillögu að dómssátt og þess vegna hafi málinu verið frestað. Ekki sé búið að taka afstöðu til tilboðsins. Hann vill ekki greina frá efnisatriðum þess. Hróbjartur vildi aðeins segja í samtali við NFS að ákveðnar viðræður væru í gangi um að leysa málið án dóms en hann vildi ekki ræða þær efnislega á þessu stigi. Heimildir NFS herma að sáttartilboðið feli í sér viðurkenningu á því að brotið hafi verið gegn einkalífsrétti Jónínu og hún beðin afsökunar á þessu broti. Auk þess að hún fái bætur vegna kostnaðar og miska. Í síðasta mánuði var gerð dómssátt í öðru máli þar sem DV var stefnt vegna umfjöllunar um mann sem lagður var inn á sjúkrahús vegna hermannaveiki. Með þeirri dómssátt féllust eigendur DV á að biðja manninn afsökunar og greiða honum miskabætur og málskostnað.
Fréttir Innlent Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sjá meira