Innlent

ESB vill kæfa EES-samninginn

Evrópusambandið er meðvitað að reyna að kæfa EES-samninginn, segir forstöðumaður Evrópufræðasetursins á Bifröst. Við stækkun ESB um næstu áramót verður þess líklega krafist að framlag Íslands í þróunarsjóð hækki um tuttugu prósent - úr hálfum milljarði króna árlega í rúmar sex hundruð milljónir.

Rúmenía og Búlgaría ganga í Evrópusambandið um næstu áramót. Þessi lönd eru meðal hinna fátækustu í álfunni og mun þróunarsjóður ESB leggja þeim til verulegar fjárhæðir á næstu árum. Við stækkunina þarf að endurnýja EES-samninginn svo hann nái til allra landanna tuttugu og sjö. Í erindi sem Eiríkur Bergmann Einarsson, forstöðumaður Evrópufræðasetursins á Bifröst, mun halda á ráðstefnu um rannsóknir í félagsvísindum síðar í mánuðinum, kemur fram að samkvæmt hans heimildum verði þess krafist að framlag Íslendinga í þróunarsjóð ESB hækki um 20% eða þar um bil, fari úr hálfum milljarði króna á ári í rúmlega sex hundruð milljónir. Við síðustu stækkun Evrópusambandsins fimmfaldaðist framlag Íslands. Miðað við þá reynslu segir Eiríkur að Íslendingar hafi afar veika samningsstöðu.

Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir Íslendinga ekki tilbúna að greiða meira. Það sé í gildi samningur til ársins 2009 og engin ástæða til að breyta honum, þótt tvö ný ríki bætist í hóp Evrópusambandsríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×