Þörf á þjóðarsátt 2. október 2006 19:23 Ólafur Ragnar Grímsson forseti sagðist, við setningu Alþingis í dag, eiga þá ósk að aldrei framar verði sá klofningur með þjóðinni sem hersetan hafi markað. Hann segir að afstaðan til umhverfismála kunni að verða viðlíka hitamál og herinn var fyrrum. Þörf sé á þjóðarsátt í umhverfismálum. Þingsetningarathöfnin hófst að vanda með því að alþingismenn gengu fylktu liði frá alþingi til dómkirkjunnar og hlýddu á guðsþjónustu. Að henni lokinni gengu þingmenn ásamt forseta Íslands og biskupi aftur til þinghússins. Nokkurir tugir mótmælenda höfðu safnast saman til að andæfa stóriðju og virkjunum. Ólafur Ragnar Grímsson forseti setti þingið og sagði meðal annars að deilurnar um veru varnarliðsins á Íslandi ættu að vera víti til varnaðar um alla framtíð. Alltaf verði leiðarljós að samfélagið Ísland lamist aldrei aftur vegna djúpstæðs þjóðarklofnings. Forseti sagði ennfremur að brotthvarf hersins væru söguleg tímamót og við þau hefði skapast einstakt tækifæri. Nú þyrfti að ná þjóðarsátt um grundvöllinn í utanríkisstefnu Íslands. Hann sagðist sjá merki þess að umhverfismálin væru að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar eins og hersetan gerði í marga áratugi. Þúsundir mótmæli á götum Reykjavíkur á sama tíma og íbúar Austurlands fagni nýjum áföngum í byggðaþróun. Forsetinn hvatti menn til að horfa til þjóðarsáttar í erfiðum málum. Þegar ágreiningur um veru hersins hafi nú verið til lykta leiddur með brottför varnarliðsins sé afar brýnt að deilurnar um nýtingu náttúru Íslands skapi ekki nýja gjá. Jóhanna Sigurðardóttir er nýr starfsaldursforseti þingsins. Sólveig Pétursdóttir var endurkjörinn forseti þingsins. Hún þakkaði þingheimi en notaði jafnframt tækifærið til að vanda um fyrir þingmönnum og vitnaði til fyrirrennara síns sem sagði Alþingi engan sunnudagaskóla. Sólveig sagði það orð að sönnu. Alþingismenn yrðu þó eigi að síður að gæta hófs í málfari sínu og sýna háttvísi og virða persónu og æru annarra. Sólveig bætti því við að ekki væri undan miklu að kvarta í sal Alþingis en ágætt að minnast þessa annars lagið. Fréttir Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson forseti sagðist, við setningu Alþingis í dag, eiga þá ósk að aldrei framar verði sá klofningur með þjóðinni sem hersetan hafi markað. Hann segir að afstaðan til umhverfismála kunni að verða viðlíka hitamál og herinn var fyrrum. Þörf sé á þjóðarsátt í umhverfismálum. Þingsetningarathöfnin hófst að vanda með því að alþingismenn gengu fylktu liði frá alþingi til dómkirkjunnar og hlýddu á guðsþjónustu. Að henni lokinni gengu þingmenn ásamt forseta Íslands og biskupi aftur til þinghússins. Nokkurir tugir mótmælenda höfðu safnast saman til að andæfa stóriðju og virkjunum. Ólafur Ragnar Grímsson forseti setti þingið og sagði meðal annars að deilurnar um veru varnarliðsins á Íslandi ættu að vera víti til varnaðar um alla framtíð. Alltaf verði leiðarljós að samfélagið Ísland lamist aldrei aftur vegna djúpstæðs þjóðarklofnings. Forseti sagði ennfremur að brotthvarf hersins væru söguleg tímamót og við þau hefði skapast einstakt tækifæri. Nú þyrfti að ná þjóðarsátt um grundvöllinn í utanríkisstefnu Íslands. Hann sagðist sjá merki þess að umhverfismálin væru að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar eins og hersetan gerði í marga áratugi. Þúsundir mótmæli á götum Reykjavíkur á sama tíma og íbúar Austurlands fagni nýjum áföngum í byggðaþróun. Forsetinn hvatti menn til að horfa til þjóðarsáttar í erfiðum málum. Þegar ágreiningur um veru hersins hafi nú verið til lykta leiddur með brottför varnarliðsins sé afar brýnt að deilurnar um nýtingu náttúru Íslands skapi ekki nýja gjá. Jóhanna Sigurðardóttir er nýr starfsaldursforseti þingsins. Sólveig Pétursdóttir var endurkjörinn forseti þingsins. Hún þakkaði þingheimi en notaði jafnframt tækifærið til að vanda um fyrir þingmönnum og vitnaði til fyrirrennara síns sem sagði Alþingi engan sunnudagaskóla. Sólveig sagði það orð að sönnu. Alþingismenn yrðu þó eigi að síður að gæta hófs í málfari sínu og sýna háttvísi og virða persónu og æru annarra. Sólveig bætti því við að ekki væri undan miklu að kvarta í sal Alþingis en ágætt að minnast þessa annars lagið.
Fréttir Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Sjá meira