Lífið

Mikhail Gorbatsjov í Háskólabíói

Tilgangur ferðar Gorbatsjov er að minnast þess að þann 12. október eru nákvæmlega 20 ár síðan leiðtogafundur, þessa sovéska leiðtoga og Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseta, var haldinn í Höfða.
Tilgangur ferðar Gorbatsjov er að minnast þess að þann 12. október eru nákvæmlega 20 ár síðan leiðtogafundur, þessa sovéska leiðtoga og Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseta, var haldinn í Höfða.

Undirbúningur komu Gorbatsjov, nóbelsverðlaunahafa, fyrrverandi aðalritara sovéska Kommúnistaflokksins og leiðtoga Sovétríkjanna, til Íslands er nú á lokasprettinum. Miðasala hefur gengið vel og eru nú innan við 200 miðar óseldir. Á fimmtudaginn hefst sala á ósóttum pöntunum.

Koma Gorbatsjov til Íslands er einn merkasti viðburður ársins. Koma hans til landsins á þessum tímamótum hefur vakið heimsathygli og fjöldi erlendra fjölmiðla munu sæka fyrirlesturinn.

Tilgangur ferðar Gorbatsjov er að minnast þess að þann 12. október eru nákvæmlega 20 ár síðan leiðtogafundur, þessa sovéska leiðtoga og Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseta, var haldinn í Höfða.

Af því tilefni mun Gorbatsjov flytja hátíðarfyrirlestur í Háskólabíó fimmtudaginn 12. október. Gorbatsjov er handhafi Nóbelsverðlaunanna og var valinn maður 9. áratugarins af TIME. Gorbatsjov er jafnan talinn hafa átt einn stærstan þátt í falli járntjaldsins, hnignun Kommúnismans og að kalda stríðið leið undir lok. Í fyrirlestrinum mun Gorbatsjov ræða um stjórnun á 21. öldinni, frið, sögulega þýðingu og minningar sínar frá leiðtogafundinum í Höfða.

Fyrirlesturinn er opinn öllum og miðasala er hafin á www.concert.is, midi.is, verslunum Skífunnar og BT úti á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×