Innlent

Ný kennsluálma vígð í Menntaskólanum á Egilsstöðum

Kennslurými í Menntaskólanum á Egilsstöðum hefur stækkað um áttatíu prósent með nýrri kennsluálmu sem tekin var í gagnið í haust. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vígði húsið við hátíðlega athöfn í gær og færði um leið Helga Ómari Bragasyni, skólameistara lykil að húsinu.

Ekki er nema rúmt ár síðan menntamálaráðherra tók fyrstu skóflustunguna að álmunni. Fjölmargir gestir voru við vígsluna, þar á meðal Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra. Hornsteinn hússins er heldur óvenjulegur því hann errisastór og stendur fyrir utan álmuna. Steinninn er sá fyrsti sem kom upp þegar byrjað var að grafa fyrir húsinu í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×