Fram fari óháð rannsókn á leyniþjónustu í kalda stríðinu 30. september 2006 12:26 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir Sjálfstæðisflokkinn eiga að koma hreint fram og láta fara fram óháða rannsókn á hvernig flokkurinn kom að rekstri leyniþjónustu hér á landi á tímum kalda stríðsins. Hann fagnar því að ríkisstjórnin ætli að breyta lögum til að auðvelda störf nefndar sem er að skoða gögn um símahleranir og starfsemi öryggislögreglu. Í fréttum NFS í gærkvöld sagði Geir H. Haarde forstætisráðherra um þær aðdróttanir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi rekið leyniþjónustu að þær væru fáránlegar og móðgandi og ættu ekki við rök að styðjast. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir það ekki stórbrotið hjá ráðherranum að snúa því upp í að spurningin sé móðgun. Það hafi aðeins eitt jákvætt komið frá forsætisráðherra í viðtalinu og það hafi verið fyrirheitið um að leggja öll spil á borðið í þessum málum. Það sé svo sannarlega ástæða til en Sjálfstæðisflokknum sé svona órótt vegna þess að það séu að verða þau merkilegu umskipti í málinu að sagan sé að sýkna þá sem bornir hafi verið þungum sökum og njósnað var um. Það hafi aldrei komið neitt fram um að þeir hafi haft nokkuð óþjóðhollt í huga. Steingrímur vill að Sjálfstæðisflokkurinn geri hreint fyrir sínum dyrum. Núverandi formaður flokksins eigi ekki að fara í það fúafen fara verja gjörðir manna fyrir áratugum. Það væri heiðarlegt og stórt í sniðum að hafa forgöngu um að skipa óháða nefnd, sannleiksnefnd, sem væri yfir alla tortryggni hafin, til að rannsaka málin ofan í kjölinn, leggja öll spil á borðið og hreinsa þennan kafla í sögu þjóðarinnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir Sjálfstæðisflokkinn eiga að koma hreint fram og láta fara fram óháða rannsókn á hvernig flokkurinn kom að rekstri leyniþjónustu hér á landi á tímum kalda stríðsins. Hann fagnar því að ríkisstjórnin ætli að breyta lögum til að auðvelda störf nefndar sem er að skoða gögn um símahleranir og starfsemi öryggislögreglu. Í fréttum NFS í gærkvöld sagði Geir H. Haarde forstætisráðherra um þær aðdróttanir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi rekið leyniþjónustu að þær væru fáránlegar og móðgandi og ættu ekki við rök að styðjast. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir það ekki stórbrotið hjá ráðherranum að snúa því upp í að spurningin sé móðgun. Það hafi aðeins eitt jákvætt komið frá forsætisráðherra í viðtalinu og það hafi verið fyrirheitið um að leggja öll spil á borðið í þessum málum. Það sé svo sannarlega ástæða til en Sjálfstæðisflokknum sé svona órótt vegna þess að það séu að verða þau merkilegu umskipti í málinu að sagan sé að sýkna þá sem bornir hafi verið þungum sökum og njósnað var um. Það hafi aldrei komið neitt fram um að þeir hafi haft nokkuð óþjóðhollt í huga. Steingrímur vill að Sjálfstæðisflokkurinn geri hreint fyrir sínum dyrum. Núverandi formaður flokksins eigi ekki að fara í það fúafen fara verja gjörðir manna fyrir áratugum. Það væri heiðarlegt og stórt í sniðum að hafa forgöngu um að skipa óháða nefnd, sannleiksnefnd, sem væri yfir alla tortryggni hafin, til að rannsaka málin ofan í kjölinn, leggja öll spil á borðið og hreinsa þennan kafla í sögu þjóðarinnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira