Innlent

16 ára með tæplega áttaíu grömm af hassi

Sextán ára piltur var í gær dæmdur í Héraðsdómi Vestfjarða til að greiða 160.000 krónur í sekt fyrir að hafa haft í vörslum sínum 77,61 gramm af hassi. Pilturinn kastaði fíkinefnunum út úr bíl sem hann var farþegi í þegar lögreglan stöðvaði för bílsins við Ögurnes í Ísafjarðardjúpi.

Pilturinn játaði fyrir dómi að hafa kastað hassinu út úr bílnum en neitaði að vera eigandi þess. Hann hafi þó vitað að um fíkniefni væri að ræða. Ákærði sætti einnig sekt vegna fyrra fíkniefnabrots og líkamsárásar.

Dómnum þótti 160.000 króna sekt hæfileg með tilliti til aldurs piltsins og miðað við málsatvik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×