Innlent

Dæmdur fyrir að ganga í skrokk á sambýliskonu sinni

Tæplega fertugur karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ganga í skrokk á sambýliskonu sinni.

Árásin átti sér stað á heimili þeirra og sló maðurinn konuna hnefahöggum í höfuð og líkama. Konan þurfti að leita aðhlynningar á slysadeild en hún bæði bólgnaði og marðist mikið. Lögreglumaður fylgdi um nóttina konunni til baka á heimilið þar sem hún sótti barn sitt en þaðan hélt hún í Kvennaathvarfið.

Í dómnum segir að árásin hafi bæði verið fólskuleg og tilefnislaus. Í ljósi alvarleika brotsins segir dómurinn það orka tvímælis að hafa refsinguna skilorðsbundna. Konan hafi hins vegar sjálf beðið manninum griða en hún og ákærði hafa tekið upp sambúð á nýjan leik og eiga barn saman.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×