Körfubolti

Krísufundur vegna máls Larry Brown kvöld

Larry Brown er hægt og bítandi að verða einn óvinsælasti maðurinn í NBA deildinni
Larry Brown er hægt og bítandi að verða einn óvinsælasti maðurinn í NBA deildinni NordicPhotos/GettyImages

Í dag verður haldinn krísufundur hjá New York Knicks þar sem fulltrúar félagsins munu ræða við fyrrum þjálfara félagsins Larry Brown og hans fylgdarlið, þar sem umræðuefnið verður óuppgerður samningur þjálfarans frá því hann var rekinn í júní í sumar.

Mál þetta hefur vakið mikla athygli í allt sumar og var farið að draga til sín það mikla neikvæða athygli að sjálfur forseti og alráður deildarinnar, David Stern, situr fundinn í New York í dag og talið er nær öruggt að koma þurfi til kasta hans svo lausn megi finna á málinu.

Brown heldur því fram að New York Knicks skuldi honum hvorki meira né minna en 40 milljónir dollara af samningnum - og fer þar að auki fram á aðrar 12 milljónir dollara í málskostnað. Forráðamenn New York vísa þessu alfarið á bug og bera því við að Brown hafi farið á bak við stjórnarformann félagsins í leikmannamálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×