Innlent

Dregur úr verðbólgu í október

MYND/HARI

Verðbólga fer úr 7,6% í september í 7,4% í október ef spá greiningardeildar Glitnis gengur eftir. Verðbólgan verður þrátt fyrir það enn fjarri 2,5% verðbólmarkmiði Seðlabanka Íslands og er það þrítugasti mánuðurinn í röð sem hún reynist yfir markmiði hans.

Í verðbólguspá bankans er sagt að flest bendi til að verðbólgan hafi náð hámarki sínu og að hún taki að hjaðna verulega á næsta ári.

Greiningardeildin spáir 0,4% hækkun vísitölu neysluverðs milli september og október.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×