Innlent

Forsetahjónin heimsóttu Njarðvíkur- og Heiðarskóla í dag

Forsetahjónin í Njarðvíkurskóla í morgun.
Forsetahjónin í Njarðvíkurskóla í morgun. MYND/Víkurfréttir-elg

Forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson og kona hans Dorrit Moussaieff heimsóttu Njarðvíkur- og Heiðarskóla í Reykjanesbæ í morgun. Heimsóknin var í tilefni af forvarnardegi grunnskólanna sem er í dag.

Það er að frumkvæði forsetans sem forvarnardagurinn er haldinn í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.

Fram kemur á vef Víkurfrétta að grunnskólar Reykjanesbæjar hafi tekið þátt, með öðrum skólum landsins, í sameiginlegri dagskrá forvarnardagsins. Dagskráin felur meðal annars í sér myndun vinnuhópa með þátttöku fulltrúa frá foreldrum, íþrótta- og æskulýðsfélögum og félagsmiðstöðvum.

Meira um forvarnardaginn á forvarnardagur.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×