Innlent

Hár gsm kostnaður á Íslandi

GSM símakostnaður Íslendinga hefur hækkað undanfarin ár á meðan hann hefur lækkað á Norðurlöndunum. Póst- og fjarskiptastofnunin segir fákeppni einkenna íslenska markaðinn og bindur vonir við að fleiri fyrirtæki komi inn á markaðinn.

Nýr samanburður póst- og fjarskiptastofnana á Norðurlöndunum sýnir að kostnaður við gsm símtöl hefur farið lækkandi á Norðurlöndunum frá árinu 2002, nema á Íslandi sem og að notkunin hefur aukist allsstaðar nema á Íslandi. Niðurstaðan er sú að fákeppni einkenni íslenska markaðinn, Síminn sé með 65% markaðshlutdeild og Og Vodafone 35%. Eitt af því sem gripið verður til svo samkeppni megi aukast er að lækka svokallað lúkningagjald, en það er verðið sem viðkomandi símafyrirtæki setur upp þegar viðskiptavinur annars fyrirtækis hringir í síma hjá því. Það verður gert í fjórum áföngum á næstu tveimur árum, þannig að það verði 7,49, en í dag er það 8,92 hjá Símanum og 12,10 hjá OgVodafone. Og Póst- og fjarskiptastofnunin gerir sér vonir um aukna samkeppni.

Auk þess verður boðin út á þessu ári 1800mhz tíðni, sem gefur fleirum færi á að komast inn á markaðinn. Í yfirlýsingu sem Síminn sendi frá sér í dag eru gerðar athugasemdir við þessar niðurstöður Póst- og fjarskiptastofnunar og sagt að helsti áhrifavaldur verðmyndunar hérlendis sniðgenginn, en það eru afsláttarkjör sem viðskiptavinum standi til boða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×