Innlent

Um hundrað og þrjátíu skjálftar við Kistufell

Vatnajökull
Vatnajökull MYND/Vísir

Um hundrað og þrjátíu jarðskjálftar hafa fundist við Kistufell, norðaustan í Bárðarbungu, frá því á sunnudagskvöld. Virknin virðist hins vegar vera í rénun. Stærstu skjálftarnir urðu á sunnudagskvöld 3,8 á richter og í nótt fylgdu margir skjálftar á stærðarbilinu einn til þrír.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa enn ekki sést nein merki um aukinn óróa eða annað sem gæti bent til gosvirkni. Þegar flogið var yfir Dyngjujökul í morgun sást ekkert markvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×