Taka bíla af ökuníðingum? 26. september 2006 18:02 Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu vill skoða þann möguleika að dæma bíla af mönnum sem verða uppvísir að ofsaakstri. Fátt bendir til að dregið hafi úr ofsaakstri eftir að STOPP átak umferðastofu fór af stað um miðjan mánuð. Um hálf sex-leytið síðastliðinn laugardag keyrði til dæmis hvítur sportbíll á uggvænlegum hraða aftan á jeppa sem kastaðist á vegrið í Ártúnsbrekkunni og flaug síðan yfir þrjár akreinar og lenti þar í brekku. Vitni sem NFS ræddi við segist ekki myndu vera til frásagnar ef ekki hefði verið fyrir vegriðið. Hann sagði jafnframt að hraðinn á sportbílnum hefði verið geigvænlegur, meiri en hann hélt að hægt væri að ná í umferðinni innan borgarmarka. Í ágúst voru 67 bílar mældir á yfir 190 kílómetra hraða á Kjalarnesi. Fjölmargar hugmyndir hafa komið upp á síðustu árum til að draga úr hraðakstri. Meðal annars hraðalásar, ökuritar og jafnvel sú leið að dæma bíla af þeim sem verða uppvísir að ofsaakstri. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu bendir á að menn geti lent í því að hald sé lagt á bíla þeirra fyrir að borga eki stöðumælasekt, slíkur kostur sé ekki fyrir hendi hjá þeim sem stefna lífi og limum samborgara sinna í hættu með ofsaakstri. Sigurður bendir líka á að íslensk uppfinning - SAGA ökuritinn - hafi reynst mjög vel til að bæta aksturslag. Ýmis fyrirtæki hafi notað ökuritann með góðum árangri, t.d. hafi tjónum hjá starfsmönnum Póstsins fækkað um 50% á einu ári eftir að ökuritinn var tekinn í notkun. Fréttir Innlent Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Sjá meira
Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu vill skoða þann möguleika að dæma bíla af mönnum sem verða uppvísir að ofsaakstri. Fátt bendir til að dregið hafi úr ofsaakstri eftir að STOPP átak umferðastofu fór af stað um miðjan mánuð. Um hálf sex-leytið síðastliðinn laugardag keyrði til dæmis hvítur sportbíll á uggvænlegum hraða aftan á jeppa sem kastaðist á vegrið í Ártúnsbrekkunni og flaug síðan yfir þrjár akreinar og lenti þar í brekku. Vitni sem NFS ræddi við segist ekki myndu vera til frásagnar ef ekki hefði verið fyrir vegriðið. Hann sagði jafnframt að hraðinn á sportbílnum hefði verið geigvænlegur, meiri en hann hélt að hægt væri að ná í umferðinni innan borgarmarka. Í ágúst voru 67 bílar mældir á yfir 190 kílómetra hraða á Kjalarnesi. Fjölmargar hugmyndir hafa komið upp á síðustu árum til að draga úr hraðakstri. Meðal annars hraðalásar, ökuritar og jafnvel sú leið að dæma bíla af þeim sem verða uppvísir að ofsaakstri. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu bendir á að menn geti lent í því að hald sé lagt á bíla þeirra fyrir að borga eki stöðumælasekt, slíkur kostur sé ekki fyrir hendi hjá þeim sem stefna lífi og limum samborgara sinna í hættu með ofsaakstri. Sigurður bendir líka á að íslensk uppfinning - SAGA ökuritinn - hafi reynst mjög vel til að bæta aksturslag. Ýmis fyrirtæki hafi notað ökuritann með góðum árangri, t.d. hafi tjónum hjá starfsmönnum Póstsins fækkað um 50% á einu ári eftir að ökuritinn var tekinn í notkun.
Fréttir Innlent Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Sjá meira