Innlent

Þvertaka fyrir að hafa vitað af rekstri leyniþjónustu

Tveir dómsmálaráðherrar Framsóknarflokksins á tímum kalda stríðsins, Steingrímur Hermannsson og Jón Helgason, þvertaka fyrir að hafa vitað af rekstri leyniþjónustu hjá undirstofnunum sem heyrðu undir ráðuneyti þeirra.

Upplýsingar Þórs Whitehead sagnfræðings um rekstur öryggisþjónustu eða leyniþjónstu hafa vakið þá áleitnu spurningu hvort vinstri stjórnir höfðu vitneskju um þennan rekstur. Guðni Jóhannesson, sagnfræðingur velti upp þeirri spurningu um helgina hvort þetta hefði ekki verið leyniþjónusta Sjálfstæðisflokksins.

 

Vinstri stjórn var við völd árin 1971 til 1974 undir forsæti Ólafs Jóhannessonar, Framsóknarflokki og var hann jafnframt dómsmálaráðherra. Alþýðubandalagið og Samtök frjálslyndra og vinstri manna áttu aðild að þessari stjórn. Samkvæmt Þór Whitehead var leyniþjónustan þá í fullum rekstri og var það ekki fyrr en 1976 sem Sigurjón Sigurðsson, lögreglustjóri lét brenna gögn sem safnað hafði verið um menn sem talið var að gætu ógnað ríkisöryggi. 1974 - 1978 er samstjórn Framsóknarflokkss og Sjálfstæðisflokks við völd og er Ólafur Jóhannesson áfram dómsmálaráðherra, formlega yfirmaður leyniþjónustunnar.

Ólafur Jóhannesson myndar aðra vinstri stjórn 1978 og varð Steingrímur Hermannssson þá dómsmálaráðherra. Hann vissi ekki um þennan rekstrur og trúir því vart að slík starfsemi hafi veriðhaldið leyndri fyrir honum.

Steingrímur telur nokkuð víst að Ólafur Jóhannesson forsætis- og dómsmálaráððherra á árunum 1971-1974 hafi vitað af leyndarstarfseminni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×