Innlent

Niðurgreitt flug til Eyja?

Flug til Eyja verður niðurgreitt af ríkinu ef ekki finnst á næstu 6 mánuðum flugfélag sem treystir sér til að halda úti flugi milli Eyja og Reykjavíkur á viðskiptalegum forsendum.

Landsflug tilkynnti í síðustu viku að flugleiðin milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur hefði ekki staðist væntingar um arðsemi og flaug sína síðustu áætlunarferð í gær. Nú er því ekkert flogið milli Reykjavíkur og Eyja. Bæjarstjóri Vestmannaeyja óskaði í dag eftir því við samgönguráðherra að þegar hefjist undirbúningur á útboði á ríkisstyrk og að samið verði um flug í því millibilsástandi sem skapast þar til útboði lýkur. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að flugið verði að öllum líkindum boðið út á hinu Evrópska efnahagssvæði og að Eyjamönnum verði tryggðar flugsamgöngur þessa sex mánuði sem útboðið tekur.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×