Innlent

Segir óánægju með stjórnun og stjórnskipulag á Bifröst

MYND/Hari

Nýstofnað starfsmannafélag Háskólans á Bifröst hefur óskað eftir fundi með háskólastjórn þar sem stjórnun skólans og stjórnskipulag verði rætt. Frá þessu er greint á fréttavef Skessuhorns.

Þar segir að fyrir skömmu hafi verið stofnaðar fjórar nýjar stöður sviðsstjóra á sama tíma og tvær stöður framkvæmdastjóra voru lagðar niður. Þá ákvað stjórn skólans á dögunum að breyta ráðningartíma rektors og framlengja ráðningarsamning Runólfs Ágústssonar rektors um eitt ár en samkvæmt fyrri samþykktum hefði hann átt að láta af starfi 1. ágúst 2007.

Þá hafi bæði Bernhard Þór Bernhardsson, deildarforseti viðskiptadeildar, og Magnús Árni Magnússon aðstoðarrektor hætt störfum á stuttum tíma og samkvæmt heimildum Skessuhorns er mikil óánægja meðal starfsmanna á Bifröst með ýmsar áðurnefndar breytingar og sömuleiðis stjórnunarhætti á Bifröst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×