Stenst ekki lög - jafnvel ekki stjórnarskrá 22. september 2006 12:30 Öryrkjabandalagið ætlar í mál við lífeyrissjóðina fjórtán, sem ákveðið hafa að skerða eða fella niður lífeyrisgreiðslur til öryrkja, ef ákvörðuninni verður ekki breytt fyrir næstu mánaðamót. Formaður bandalagsins segir alveg ljóst að aðgerðin standist ekki lög, jafnvel ekki stjórnarskrá. Greiðslustofa lífeyrissjóðanna tilkynnti þann 1. ágúst síðastliðinn að niðurstaða heildarathugunar á tekjum örorkulífeyrisþega sýni að í sumum tilfellum séu heildartekjur lífeyrisþega umfram þau viðmiðunarmörk sem kveðið sé á um í samþykktum og reglum lífeyrissjóðanna. Þetta gerir það að verkum að lífeyrisgreiðslur 2300 örorkulífeyrisþega skerðast eða falla niður þann 1. nóvember. Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands fundaði um málið í gær, og segir Sigursteinn Másson, formaður bandalagsins, að niðurstaða fundarins sé afdráttarlaus. Ef ákvörðun lífeyrissjóðanna verður ekki breytt fyrir 1. október nk. verður sjóðunum stefnt fyir dómstóla. Sigursteinn segir reginvilluna í útreikningum lífeyrissjóðina vera þá að miða við neysluvísitölu í stað launavísitölu. Þetta séu allir hagfræðingar og tryggingastærðfræðingar, sem hafa tjáð sig um málið, sammála um. Einnig séu hlutir eins og dánarbætur, eingreiðslur og bensínstyrkir reiknaðir sem tekjur, sem ekki sé rétt að gera. „Við höfðum nú til verkalýðshreyfingarinnar og SA - til samvisku þeirra manna sem þarna eiga í hlut - að hverfa nú frá þessum aðgerðum gegn mörgu af fátækasta fólkinu í landinu," segir Sigursteinn. Fréttir Innlent Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Öryrkjabandalagið ætlar í mál við lífeyrissjóðina fjórtán, sem ákveðið hafa að skerða eða fella niður lífeyrisgreiðslur til öryrkja, ef ákvörðuninni verður ekki breytt fyrir næstu mánaðamót. Formaður bandalagsins segir alveg ljóst að aðgerðin standist ekki lög, jafnvel ekki stjórnarskrá. Greiðslustofa lífeyrissjóðanna tilkynnti þann 1. ágúst síðastliðinn að niðurstaða heildarathugunar á tekjum örorkulífeyrisþega sýni að í sumum tilfellum séu heildartekjur lífeyrisþega umfram þau viðmiðunarmörk sem kveðið sé á um í samþykktum og reglum lífeyrissjóðanna. Þetta gerir það að verkum að lífeyrisgreiðslur 2300 örorkulífeyrisþega skerðast eða falla niður þann 1. nóvember. Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands fundaði um málið í gær, og segir Sigursteinn Másson, formaður bandalagsins, að niðurstaða fundarins sé afdráttarlaus. Ef ákvörðun lífeyrissjóðanna verður ekki breytt fyrir 1. október nk. verður sjóðunum stefnt fyir dómstóla. Sigursteinn segir reginvilluna í útreikningum lífeyrissjóðina vera þá að miða við neysluvísitölu í stað launavísitölu. Þetta séu allir hagfræðingar og tryggingastærðfræðingar, sem hafa tjáð sig um málið, sammála um. Einnig séu hlutir eins og dánarbætur, eingreiðslur og bensínstyrkir reiknaðir sem tekjur, sem ekki sé rétt að gera. „Við höfðum nú til verkalýðshreyfingarinnar og SA - til samvisku þeirra manna sem þarna eiga í hlut - að hverfa nú frá þessum aðgerðum gegn mörgu af fátækasta fólkinu í landinu," segir Sigursteinn.
Fréttir Innlent Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira