Lýsing afhendir Þroskahjálp 2 milljónir króna 21. september 2006 12:00 Í tilefni 20 ára afmælis Lýsingar gaf fyrirtækið Landssamtökunum Þroskahjálp 2 milljónir króna en Lýsing er aðalstyrktaraðili samtakanna. Hluti upphæðarinnar rennur til þróunarstarfs Þroskahjálpar í þriðja heiminum. Lýsing fagnaði 20 ára afmæli sínu á dögunum og bauð starfsmönnum og viðskiptavinum til afmælisfagnaðar í nýju Laugardalshöllinni. Á 20 ára ferli fyrirtækisins hefur það styrkt ýmis hjálparsamtök og lagt mörgum einstaklingum lið við að ná markmiðum sínum. Til að mynda hefur Lýsing verið aðalstyrktaraðili Landssamtakanna Þroskahjálpar síðan 2004. Í tilefni afmælisins ákvað Lýsing að styrkja þau enn frekar með 2 milljónum króna. Lýsing hefur lagt mikið upp úr því að vera samtökunum innan handar. Árið 1987 deildu Lýsing og Þroskahjálp húsnæði að Suðurlandsbraut 22 og á þeim tíma kynntist fyrirtækið því óeigingjarna og þarfa starfi sem Þroskahjálp sinnir í þágu þeirra sem minna mega sín. Ólafur Helgi Ólafsson framkvæmdastjóri Lýsingar sagði í ræðu sinni við afhendinguna að málefni fatlaðra séu málefni samfélagsins alls og að nauðsynlegt sé að fatlaðir njóti í hvívetna sömu réttinda og aðstöðu og ófatlaðir. Landssamtökin Þroskahjálp fluttu starfsemi sína af Suðurlandsbraut árið 2004 og seldu Lýsingu húsnæðið. Þá gerði Lýsing styrktarsamning við félagið til fjögurra ára um 500 þúsund króna styrk ár hvert. Það kom því Landssamtökunum Þroskahjálp þægilega á óvart þegar Lýsing veitti þeim 2 milljónir króna aukalega og rennur hluti upphæðarinnar til þróunarstarfs í þriðja heiminum. Gerður A. Árnadóttir, formaður Þroskahjálpar, sagði í ræðu sinni að Lýsing hefði reynst samtökunum ómetanlegur bakhjarl og bandamaður og að slíkt sé afar þýðingarmikið í baráttunni fyrir mannréttindahugsjónum og trúnni á réttlæti til allra manna. Þar sem samtökin gerðu ekki ráð fyrir þessum peningum í fjárhagsáætlun sinni ætla þau að láta langþráðan draum rætast og láta gott af sér leiða í þágu fatlaðra fyrir utan landsteinana. Það voru þau Gerður A. Árnadóttir og Friðrik Sigurðsson sem tóku við styrknum af Ólafi Helga Ólafssyni. Fréttir Innlent Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Í tilefni 20 ára afmælis Lýsingar gaf fyrirtækið Landssamtökunum Þroskahjálp 2 milljónir króna en Lýsing er aðalstyrktaraðili samtakanna. Hluti upphæðarinnar rennur til þróunarstarfs Þroskahjálpar í þriðja heiminum. Lýsing fagnaði 20 ára afmæli sínu á dögunum og bauð starfsmönnum og viðskiptavinum til afmælisfagnaðar í nýju Laugardalshöllinni. Á 20 ára ferli fyrirtækisins hefur það styrkt ýmis hjálparsamtök og lagt mörgum einstaklingum lið við að ná markmiðum sínum. Til að mynda hefur Lýsing verið aðalstyrktaraðili Landssamtakanna Þroskahjálpar síðan 2004. Í tilefni afmælisins ákvað Lýsing að styrkja þau enn frekar með 2 milljónum króna. Lýsing hefur lagt mikið upp úr því að vera samtökunum innan handar. Árið 1987 deildu Lýsing og Þroskahjálp húsnæði að Suðurlandsbraut 22 og á þeim tíma kynntist fyrirtækið því óeigingjarna og þarfa starfi sem Þroskahjálp sinnir í þágu þeirra sem minna mega sín. Ólafur Helgi Ólafsson framkvæmdastjóri Lýsingar sagði í ræðu sinni við afhendinguna að málefni fatlaðra séu málefni samfélagsins alls og að nauðsynlegt sé að fatlaðir njóti í hvívetna sömu réttinda og aðstöðu og ófatlaðir. Landssamtökin Þroskahjálp fluttu starfsemi sína af Suðurlandsbraut árið 2004 og seldu Lýsingu húsnæðið. Þá gerði Lýsing styrktarsamning við félagið til fjögurra ára um 500 þúsund króna styrk ár hvert. Það kom því Landssamtökunum Þroskahjálp þægilega á óvart þegar Lýsing veitti þeim 2 milljónir króna aukalega og rennur hluti upphæðarinnar til þróunarstarfs í þriðja heiminum. Gerður A. Árnadóttir, formaður Þroskahjálpar, sagði í ræðu sinni að Lýsing hefði reynst samtökunum ómetanlegur bakhjarl og bandamaður og að slíkt sé afar þýðingarmikið í baráttunni fyrir mannréttindahugsjónum og trúnni á réttlæti til allra manna. Þar sem samtökin gerðu ekki ráð fyrir þessum peningum í fjárhagsáætlun sinni ætla þau að láta langþráðan draum rætast og láta gott af sér leiða í þágu fatlaðra fyrir utan landsteinana. Það voru þau Gerður A. Árnadóttir og Friðrik Sigurðsson sem tóku við styrknum af Ólafi Helga Ólafssyni.
Fréttir Innlent Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira