Innlent

Varaforsætisráðherra Kína í heimsókn á Íslandi

Mynd/GVA
Chen Chili, varaforsætisráðherra Kína og menntamálaráðherra þar í landi, er nú í heimsókn hér á landi ásamt fylgdarliði. Chili kemur á eign vegum en utanríkisráðuneytið er gestgjafi hennar. Hún mun hitta Geir H. Haarde forsætisráðherra í dag og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í kvöldverð. Samskipti milli landanna, menntamál og fríverslun milli ríkjanna eru meðal þess sem þau munu ræða. Þá mun Chili skoða íslensku handritin, fara Gullna hringinn og í Bláa lónið meðan á dvöl hennar stendur en heimsókninni lýkur á laugardaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×