Innlent

Hálf bölvað ástand

,,Ástandið er hálf bölvað" segir Árni Bjarnason, sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps, en sveitarfélagið er án háhraðanettengingar þrátt fyrir að vera aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá Akureyri. Hluta af söluandvirði Símans á að nota til háhraðatengingar við svæði sem verið hafa án þess, en sveitarstjórinn segir að ekki hafi verið staðið við það hvað hans sveitarfélag varðar.

Um 300 manns búa á Svalbarðseyri og nágrenni. Engin háhraðanettenging er þar ekki í boði, heldur einungis örbylgjusamband sem íbúar telja ekki nógu stöðugt. Íbúi sem NFS ræddi við í dag segir þau svör hafa fengist hjá Símanum að sveitarfélagið væri of afskekkt, en að þeim hafi síðar borist bréf um að hægt yrði að koma tengingu á innan tveggja ára ef íbúar skuldbindu sig strax til að eiga viðskipti við fyrirtækið. Íbúar efndu til undirskriftasöfnunar, þar sem farið var fram á ADSL tengingu og þeim undirskriftum skilað til Símans.

Við söluna á Símanum var ákveðið að 2 1/2 milljarður króna rynnu til uppbyggingar fjarskiptamála meðal annars til að koma á háhraðatengingu á svæðum þar sem fjarskiptafyrirtækin hafa ekki treyst sér til að byggja upp þjónustu á markaðslegum forsendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×