Innlent

Búið að finna silfurberg til að húða Þjóðleikhúsið að utan

Þjóðleikhúsið.
Þjóðleikhúsið. Mynd/Pjetur

Búið er að finna silfurberg til að húða Þjóðleikhúsið að utan en viðgerðir hafa staðið yfir á leikhúsinu um skeið. Bergtegundin var notuð þegar húsið var byggt en vegna þess hversu vandfundin hún er, var jafnvel talið að notast þyrfti við önnur úrræði. Samningar hafa tekist um kaup á fimm tonnum af silfurbergi af Braga Björnssyni, landeigand en silfurbergið verður sótt í Suðurfjall í Breiðdalnum. Það verður ekki átakalaust að ná silfurbergið því það er í talsverðri hæð og flytja þarf vélar upp í fjallið svo hægt sé að ná silfurberginu úr námunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×