Innlent

Dæmdur fyrir að stinga föður sinn

Nítján ára piltur var, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa stungið föður sinn með hnífi þannig að hann hlaut lífshættulega áverka. Níu mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir.

Þar hófst mikið rifrildi og kallaði faðirinn son sinn aumingja og engdi hann til þess að drepa sig og rétti honum meðal annars hníf sem hann kastaði síðan í átt að syni sínum. Á endanum greip pilturinn, í mikilli geðshræringu, annan hníf sem hann stakk föður sinn með.

Dómurinn gat ekki horft framhjá því að árásin var til þess fallin að valda líkamstjóni þó betur hafi farið en á horfðist. Pilturinn sem ekki hefur áður hefur verið uppvís um refsiverða háttsemi var af geðlæknum talin sakhæfur. Pitlurinn hefur setið gæsluvarðhaldi óslitið frá sautjánda júní og er hann því laus úr haldi þar sem níu mánuðir refsingarinnar voru skilorðsbundnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×