OMX kaupir Kauphöllina 19. september 2006 09:08 Hús Kauphallar Íslands. OMX, sem á og rekur kauphallir á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum, og Eignarhaldsfélagið Verðbréfaþing hf. (EV), eigandi Kauphallar Íslands og Verðbréfaskráningar Íslands, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup OMX á Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi hf. Kaupin eru næsta skref í þeirri viðleitni að samþætta verðbréfamarkaði Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna og gera OMX kauphallirnar að leiðandi evrópskum markaði. Orðrómur var uppi um miðjan mánuðinn að NASDAQ-markaðurinn í Bandaríkjunum hyggist taka yfir OMX og var haft eftir Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar, að sameining við báða markaðina væri góður kostur. NASDAQ á þegar fjórðungshlut í LSE, kauphöll Lundúna í Bretlandi. Í tilkynningu frá Kauphöll Íslands í dag segir að ætlunin sé að tilkynna undirritun formlegs samkomulags fyrir lok október. Hluthöfum í Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi hf. verður í framhaldinu gert tilboð þar sem þeim verður boðið að fá nýútgefin hlutabréf í OMX. Alls munu hluthafar EV fá 2,07 milljónir hluta í OMX í skiptum fyrir hlut sinn í EV að verðmæti 2.450 milljónir króna. Að auki munu hluthafar fá greitt handbært fé og verðbréf í eigu EV að verðmæti 570 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að kaupin verði fullfrágengin fyrir lok þessa árs. Haft er eftir Þórði Friðjónssyni Kauphöllin gleðjist yfir yfir því að geta tekið þátt í frekari samþættingu verðbréfamarkaða á Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjunum. Muni það verða bæði skráðum fyrirtækjum og fjárfestum til góðs enda verði skráð fyrirtæki í Kauphöllinni mun sýnilegri og geta borið sig saman við stærri hóp fyrirtækja. Einnig megi gera ráð fyrir því að fleiri erlendir aðilar muni taka þátt á íslenskum markaði og auka þannig seljanleikann. Jukku Ruuska, forstjóri kauphallararms OMX, segir félagið ánægt með að dýpka samstarfið enn frekar og bjóði þau íslenska markaðinn velkominn inn í OMX. „Við erum að skapa samþættan norrænan markað til að auka viðskipti á milli Norðurlandanna og gera hann meira aðlaðandi í augum erlendra fjárfesta," segir hann í tilkynningunni. Ætlunin er að íslensk fyrirtæki muni verða hluti af Norræna listanum í upphafi næsta árs og í kjölfarið muni sýnileiki þeirra aukast. Frá sama tíma mun íslenskum markaðsupplýsingum verða dreift með öðrum upplýsingum frá OMX og íslensk bréf verða hluti af OMX vísitölunum. Vísitölur fyrir íslensk bréf munu áfram endurspegla þróun á íslenska markaðnum. Einnig er búist við því að sameining auki hraða framþróunar á Virðisbrævamarkaði Føroya eða VMF, sem Kauphöll Íslands rekur. Nafni iSEC, hlutabréfamarkaðar Kauphallarinnar fyrir smá og millistór fyrirtæki, verður breytt og fær hann heitið First North. First North er annar stærsti evrópski hlutabréfamarkaðurinn fyrir smá og millistór fyrirtæki hvað fjölda fyrirtækja varðar. Afleiðumarkaður verður settur á stofn á næsta ári með afleiður á skráð bréf í Kauphöllinni. Markaðurinn verður starfræktur á svipaðan hátt og aðrir afleiðumarkaðir innan OMX, að því er segir í tilkynningunni. Kauphöll Íslands og Verðbréfaskráning Íslands munu eftir sem áður lúta íslenskum lögum og eftirliti íslenskra yfirvalda. Kauphöll Íslands verður markaðssett undir merkjum OMX. Kaupin eru meðal annars háð áreiðanleikakönnun, undirritun samnings um sameiningu, samþykki eftirlitsstofnana og samþykki auka aðalfundar OMX. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
OMX, sem á og rekur kauphallir á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum, og Eignarhaldsfélagið Verðbréfaþing hf. (EV), eigandi Kauphallar Íslands og Verðbréfaskráningar Íslands, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup OMX á Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi hf. Kaupin eru næsta skref í þeirri viðleitni að samþætta verðbréfamarkaði Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna og gera OMX kauphallirnar að leiðandi evrópskum markaði. Orðrómur var uppi um miðjan mánuðinn að NASDAQ-markaðurinn í Bandaríkjunum hyggist taka yfir OMX og var haft eftir Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar, að sameining við báða markaðina væri góður kostur. NASDAQ á þegar fjórðungshlut í LSE, kauphöll Lundúna í Bretlandi. Í tilkynningu frá Kauphöll Íslands í dag segir að ætlunin sé að tilkynna undirritun formlegs samkomulags fyrir lok október. Hluthöfum í Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi hf. verður í framhaldinu gert tilboð þar sem þeim verður boðið að fá nýútgefin hlutabréf í OMX. Alls munu hluthafar EV fá 2,07 milljónir hluta í OMX í skiptum fyrir hlut sinn í EV að verðmæti 2.450 milljónir króna. Að auki munu hluthafar fá greitt handbært fé og verðbréf í eigu EV að verðmæti 570 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að kaupin verði fullfrágengin fyrir lok þessa árs. Haft er eftir Þórði Friðjónssyni Kauphöllin gleðjist yfir yfir því að geta tekið þátt í frekari samþættingu verðbréfamarkaða á Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjunum. Muni það verða bæði skráðum fyrirtækjum og fjárfestum til góðs enda verði skráð fyrirtæki í Kauphöllinni mun sýnilegri og geta borið sig saman við stærri hóp fyrirtækja. Einnig megi gera ráð fyrir því að fleiri erlendir aðilar muni taka þátt á íslenskum markaði og auka þannig seljanleikann. Jukku Ruuska, forstjóri kauphallararms OMX, segir félagið ánægt með að dýpka samstarfið enn frekar og bjóði þau íslenska markaðinn velkominn inn í OMX. „Við erum að skapa samþættan norrænan markað til að auka viðskipti á milli Norðurlandanna og gera hann meira aðlaðandi í augum erlendra fjárfesta," segir hann í tilkynningunni. Ætlunin er að íslensk fyrirtæki muni verða hluti af Norræna listanum í upphafi næsta árs og í kjölfarið muni sýnileiki þeirra aukast. Frá sama tíma mun íslenskum markaðsupplýsingum verða dreift með öðrum upplýsingum frá OMX og íslensk bréf verða hluti af OMX vísitölunum. Vísitölur fyrir íslensk bréf munu áfram endurspegla þróun á íslenska markaðnum. Einnig er búist við því að sameining auki hraða framþróunar á Virðisbrævamarkaði Føroya eða VMF, sem Kauphöll Íslands rekur. Nafni iSEC, hlutabréfamarkaðar Kauphallarinnar fyrir smá og millistór fyrirtæki, verður breytt og fær hann heitið First North. First North er annar stærsti evrópski hlutabréfamarkaðurinn fyrir smá og millistór fyrirtæki hvað fjölda fyrirtækja varðar. Afleiðumarkaður verður settur á stofn á næsta ári með afleiður á skráð bréf í Kauphöllinni. Markaðurinn verður starfræktur á svipaðan hátt og aðrir afleiðumarkaðir innan OMX, að því er segir í tilkynningunni. Kauphöll Íslands og Verðbréfaskráning Íslands munu eftir sem áður lúta íslenskum lögum og eftirliti íslenskra yfirvalda. Kauphöll Íslands verður markaðssett undir merkjum OMX. Kaupin eru meðal annars háð áreiðanleikakönnun, undirritun samnings um sameiningu, samþykki eftirlitsstofnana og samþykki auka aðalfundar OMX.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira