Innlent

Gæsluvarðhald vegna meintrar nauðgunar fellt úr gildi

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem sakaður er um að hafa nauðgað konu á heimili hans þann 10. september síðastliðinn.

Fólkið mun hafa hist á krá í miðbænum og farið heim til kærða ásamt tveimur öðrum. Þar segir konan að maðurinn hafi nauðgað sér inni í herbergi en maðurinn neitar hins vegar sök. Á grundvelli þessað mikið bar á milli í frásögn konunnar og karlsins og þess að eftir átti að tala við mörg vitni og skoða gögn af vettvangi var farið fram á gæsluvarðhald yfir honum til 20. septemer og var það staðfest í héraðsdómi.

Þeim úrskurði sneri Hæstiréttur við í dag og fellst ekki á að hinn kærði geti torveldað rannsókn málsins með því að hafa áhrif á vitni og afmá ummerki á vettvangi haldi hann frelsi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×