Sjónvarp og gögn flutt um raflagnir 18. september 2006 11:00 Síminn hefur um nokkurt skeið prófað sig áfram með gagnaflutning um raflagnir innan heimilanna, svokölluð heimatengi. Hver kannast ekki við óþægindin sem hljótast af því að hafa mikið af snúrum um allt? Nú er komin á markað lausn á vegum Símans sem leysir hið eilífa snúruvandamál heimilanna. Hefðbundnar aðferðir með símalínu og ljósleiðara eru notaðar til þess að koma gögnum inn á heimilin en raflögnin er síðan notuð til að dreifa sjónvarpi og gögnum innan íbúðanna. Talsverð fyrirhöfn er að koma fyrir nýjum tölvulögnum innan íbúðar. Í sumum tilvikum getur það verið æði erfitt og tímafrekt að bora ný göt í gegnum veggi. Þráðlaus dreifing innanhúss hefur sínar takmarkanir þar sem veggir draga úr dreifingunni og flutningshraðinn fellur hratt með aukinni vegalengd frá beini. Gagnaflutningslínur taka við meiri umferð inn á heimilin og fyrir utan Netið er verið að flytja sjónvarp og síma um línurnar. Aðstæður innan heimila með tilliti til dreifingar eru því stöðugt að breytast. Gagnaflutningur um raflögnina breytir þessu og kemur í staðinn fyrir tölvulagnir á milli herbergja. Í grunninn vinna tækin innan þessarar tækni í pörum. Til dæmis væri annað tækið í parinu staðsett við þann leiðstjóra sem tengdist ADSL línu en hitt tækið í parinu staðsett þar sem tölvan eða sjónvarpið væri. Tæknin hentar því hvort sem er til að tengja sjónvarp um ADSL eða til að koma tölvutengingum í hvert herbergi. Breytingar, viðbætur og tilfærsla á búnaði eru engin fyrirhöfn. Tækin eru einfaldlega sett í samband við næsta rafmagnstengil. Því er hægt að nettengja tveggja eða þriggja hæða íbúð og bílskúr á örskömmum tíma. Tæknin er í mikilli þróun og næsta kynslóð gæti hentað til að dreifa innanhúss mörgum sjónvarpsrásum eða háskerpusjónvarpi. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Síminn hefur um nokkurt skeið prófað sig áfram með gagnaflutning um raflagnir innan heimilanna, svokölluð heimatengi. Hver kannast ekki við óþægindin sem hljótast af því að hafa mikið af snúrum um allt? Nú er komin á markað lausn á vegum Símans sem leysir hið eilífa snúruvandamál heimilanna. Hefðbundnar aðferðir með símalínu og ljósleiðara eru notaðar til þess að koma gögnum inn á heimilin en raflögnin er síðan notuð til að dreifa sjónvarpi og gögnum innan íbúðanna. Talsverð fyrirhöfn er að koma fyrir nýjum tölvulögnum innan íbúðar. Í sumum tilvikum getur það verið æði erfitt og tímafrekt að bora ný göt í gegnum veggi. Þráðlaus dreifing innanhúss hefur sínar takmarkanir þar sem veggir draga úr dreifingunni og flutningshraðinn fellur hratt með aukinni vegalengd frá beini. Gagnaflutningslínur taka við meiri umferð inn á heimilin og fyrir utan Netið er verið að flytja sjónvarp og síma um línurnar. Aðstæður innan heimila með tilliti til dreifingar eru því stöðugt að breytast. Gagnaflutningur um raflögnina breytir þessu og kemur í staðinn fyrir tölvulagnir á milli herbergja. Í grunninn vinna tækin innan þessarar tækni í pörum. Til dæmis væri annað tækið í parinu staðsett við þann leiðstjóra sem tengdist ADSL línu en hitt tækið í parinu staðsett þar sem tölvan eða sjónvarpið væri. Tæknin hentar því hvort sem er til að tengja sjónvarp um ADSL eða til að koma tölvutengingum í hvert herbergi. Breytingar, viðbætur og tilfærsla á búnaði eru engin fyrirhöfn. Tækin eru einfaldlega sett í samband við næsta rafmagnstengil. Því er hægt að nettengja tveggja eða þriggja hæða íbúð og bílskúr á örskömmum tíma. Tæknin er í mikilli þróun og næsta kynslóð gæti hentað til að dreifa innanhúss mörgum sjónvarpsrásum eða háskerpusjónvarpi.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira