Innlent

Reykur í stjórnklefa flugvélar Icelandair

Lenda þurfti Boeing 767 þotu Icelandair á eyju í Karabíska hafinu í kvöld vegna alvarlegs flugatviks. Flugvélin var í leiguflugi á leið frá Madríd til Caraccas þegar þegar mikill reykur gaus upp í stjórnklefa flugvélarinnar.

Vélinni var lent á eyjunni Gatalup á Karabíska hafinu og sakaði hvorki farþega né áhöfn. Um er að ræða flugvél af gerðinni Boeing 767, hún tekur 230 farþega í sæti, og var hún næstum full.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði í samtali við NFS að verið væri að koma varahlutum á staðinn og vonast væri til að koma flugvélinni aftur á stað á morgun eða hinn. Það eru Loftleiðir eitt af félögum Icelandair sem eru með flugvélina í leiguflugi fyrir flugfélagið Santa Barbara. Flugstjóri vélarinnar, flugmaður og yfirflugfreyja eru íslensk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×