Innlent

Sjötíu ár frá því Pourqoui-Pas fórst

Sjötíu ár eru í dag liðin frá einu átakanlegasta sjóslysi Íslandssögunnar aðeins einn maður af fjörtíu manna áhöfn komst lífs af þegar rannsóknarskipið Pourqoui-Pas fórst.

Pourqoui-Pas strandaði þann 16. september 1936 í aftakaveðri út af Álftanesi á Mýrum í Borgarfirði.

Skipið var eitt þekktasta rannsóknarskip franska leiðangursstjórans og læknisins Jean-Baptiste Charcot. Hann var einn þeirra fyrstu sem kannaði og kortlagði haf- og landsvæði umhverfis heimskautin í byrjun síðust aldar.

Í tilefni þessa hefur bók um Charcot verið íslenskuð. Það var Serge Kahn sem ritaði bókin en JPV útgáfan gefur hana út hér á landi.

Í bókinni er sagt frá strandi Pourqoui-Pas. Það var hagstætt veður þegar skipið lagði upp frá Reykjavík en þegar skipið nálgaðist Mýrar í Borgarfirði var farið að rigna og orðið nokkuð hvasst. Skömmu eftir klukkan fimm um nóttina steytti skipið illa á skeri á einu hættulegasta svæði við Íslandsstrendur eða í tvö þúsund og fimm hundruð metra fjarlægð frá bænum Straumsfirði á Mýrum. Aðeins einn í fjörtíu manna áhöfn bjargaðist.

Lík Carchot var eitt það fyrsta sem skolaði á land en minningarsamkoma var haldin um þá látnu í Kristkirkju áður en líkin voru send til Frakklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×