Innlent

Verðmæti Exista jókst um fimmtán milljarða

Verðmæti hlutafélaga sem skráð eru í Kauphöllinni jókst um tíu prósent í dag þegar Exista var tekið á skrá. Heildarvirði félagsins var um 230 milljarðar við upphaf dags en hafði aukist um fimmtán milljarða fyrir dagslok.

Exista á tryggingarfélagið Vís og eiganrleigufyrirtækið Lýsingu en félagið á kjölfestuhluti í Símanum, Bakkavör og KB-Banka. Það voru mikil tíðindi í Kauphöllinni að fá Exista þar á skrá í morgun. Heildarvirði fyrirtækisins var 230 milljarðar við skráningu - miðað við útboðsgengi - og jókst þar með heildarvirði félaga í Kauphöllinni um tíu prósent. Markaðurinn tók Exita vel og urðu viðskitpi í dag með bréf í félaginu fyrir 670 milljónir króna - hækkaði heildarmarkaðsvirði fyrirtækisins í tæplega 245 milljarða, eða um 15 milljarða.

Bætist Exista þarna í hóp væntanlegra öflugra útrásarfyrirtækja. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar fagnaði þessari viðbót og gat þess í samtali við Heimi Má Pétursson á NFS í morgun að það væri einstakt að heildarvirði eigna skráðra íslenskra erlendis væri nú orðin tvöfölld landsframleiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×