Innlent

Æfingar í ökugerði skylda frá og með árinu 2008?

Allir þeir sem ætla að taka bílpróf frá og með árinu 2008 munu þurfa að verða sér úti um reynslu í svokölluðum ökugerðum ef hugmyndir samgönguráðherrra ná fram að ganga.

Fram kemur á vef ráðuneytisins að undirbúningur að rekstri slíkra gerða, sem eru æfingasvæði til ökuskennslu, fari nú fram og liggja nú fyrir drög að reglugerð um ökugerði. Þá hyggst ráðuneytið efna til forvals til að kanna áhuga einkaaðila til að reka ökugerði og að þeir afli tekna með gjaldi sem leggst á ökunema og aðra sem nýta vilja aðstöðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×