Stýrivextir lækkaðir þegar verðbólga lækki til lengri tíma 14. september 2006 12:07 Seðlabanki Íslands hækkaði í morgun stýrivexti um 0,5 prósent og eru þeir því nú 14 prósent. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri segir stýrivexti verða lækkaða þegar bankinn sjái þess örugg merki að verðbólga lækki til lengri tíma. Þá hafa aðrir vextir bankans hækkað einnig um 0,5 prósentur en það er í samræmi við spár greiningardeilda viðskiptabankanna. Hækkunin er sú sautjánda frá því í maí árið 2004 en bankinn hefur alls hækkað vexti um 4,5 prósent frá því í september á síðasta ári. Þá gera bankarnir ráð fyrir því að vaxtalækkunarferlið muni hefjast á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og það muni taka bankann um 12 mánuði að ná vöxtum niður um 7 prósentur. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á blaðamannafundi í morgun, þar sem stýrivaxtahækkunin var kynnt, að vísbendingar um hagvöxt og eftirspurn á 3. og 4. ársfjórðungi þessa árs bentu til þess að framleiðsluspenna væri meiri en reiknað hefði verið með í júlí. Þá væri mikil spenna á vinnumarkaði og launakostnaður fyrirtækja hefði hækkað hratt . Minnkandi vöxtur útlána og tekjur ríkissjóðs af óbeinum sköttum og fleiri vísbendingar sýndu þó að farið væri að hægja töluvert á vexti innlendrar eftirspurnar. Greiningardeild KB banka segir fyrirséð að vaxtamunur við útlönd muni dragast saman á tímabilinu, einkum eftir að Seðlabankinn tekur að lækka vexti. Á þeim tíma gera erlendir greiningaraðilar meðal annars ráð fyrir að Seðlabanki Evrópu haldi áfram að hækka vexti. Samkvæmt spánni mun meðal vaxtamunur halda áfram að dragast saman frá 9 % árið 2006 í 6,2 prósent á næsta ári og vera í kringum 4 prósent árið 2008. Davíð Oddsson sagði einnig á fundinum í morgun þegar hann var spurður að því hvenær strýivextir yrðu lækkaðir að það yrði þegar bankinn sæi örugg merki þess að verðbólga væri að minnka, ekki til skemmri tíma heldur lengri. Það væri ekki markmið bankans að halda vöxtum háum heldar að draga úr verðbólgu og yrðu vextir að vera háir svo að það markmið næðist yrði svo að vera. Næsta ákvörðun bankastjórnar Seðlabanksn um vextir verður birt fimmtudaginn 2. nóvember næstkomandi um leið og Peningamál verða gefin út. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Sjá meira
Seðlabanki Íslands hækkaði í morgun stýrivexti um 0,5 prósent og eru þeir því nú 14 prósent. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri segir stýrivexti verða lækkaða þegar bankinn sjái þess örugg merki að verðbólga lækki til lengri tíma. Þá hafa aðrir vextir bankans hækkað einnig um 0,5 prósentur en það er í samræmi við spár greiningardeilda viðskiptabankanna. Hækkunin er sú sautjánda frá því í maí árið 2004 en bankinn hefur alls hækkað vexti um 4,5 prósent frá því í september á síðasta ári. Þá gera bankarnir ráð fyrir því að vaxtalækkunarferlið muni hefjast á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og það muni taka bankann um 12 mánuði að ná vöxtum niður um 7 prósentur. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á blaðamannafundi í morgun, þar sem stýrivaxtahækkunin var kynnt, að vísbendingar um hagvöxt og eftirspurn á 3. og 4. ársfjórðungi þessa árs bentu til þess að framleiðsluspenna væri meiri en reiknað hefði verið með í júlí. Þá væri mikil spenna á vinnumarkaði og launakostnaður fyrirtækja hefði hækkað hratt . Minnkandi vöxtur útlána og tekjur ríkissjóðs af óbeinum sköttum og fleiri vísbendingar sýndu þó að farið væri að hægja töluvert á vexti innlendrar eftirspurnar. Greiningardeild KB banka segir fyrirséð að vaxtamunur við útlönd muni dragast saman á tímabilinu, einkum eftir að Seðlabankinn tekur að lækka vexti. Á þeim tíma gera erlendir greiningaraðilar meðal annars ráð fyrir að Seðlabanki Evrópu haldi áfram að hækka vexti. Samkvæmt spánni mun meðal vaxtamunur halda áfram að dragast saman frá 9 % árið 2006 í 6,2 prósent á næsta ári og vera í kringum 4 prósent árið 2008. Davíð Oddsson sagði einnig á fundinum í morgun þegar hann var spurður að því hvenær strýivextir yrðu lækkaðir að það yrði þegar bankinn sæi örugg merki þess að verðbólga væri að minnka, ekki til skemmri tíma heldur lengri. Það væri ekki markmið bankans að halda vöxtum háum heldar að draga úr verðbólgu og yrðu vextir að vera háir svo að það markmið næðist yrði svo að vera. Næsta ákvörðun bankastjórnar Seðlabanksn um vextir verður birt fimmtudaginn 2. nóvember næstkomandi um leið og Peningamál verða gefin út.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Sjá meira