Má nota fjór- og sexhjól við hreindýraveiðar 13. september 2006 11:45 Hreindýraleiðsögumaður var í fyrradag sýknaður í Héraðsdómi Austurlands af ákæru um ólöglega notkun fjórhjóls við veiðar. Þar með verður leiðsögumönnum á hreindýraveiðum framvegis heimilt að nota fjór- og sexhjól til að sækja felld dýr samkvæmt dómnum. Hreindýraleiðsögumaðurinn var ákærður fyrir að hafa ekið fjórhjóli utan vega til að ná í hreindýrstarf sem hann felldi í júlí á síðasta ári. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafði farið í félagið við annan mann á veiðar og fellt tarf sem var 140 kíló. Mennirnir töldu ógerlegt að flytja svo stóran tarf án þess að hluta hann niður og notast við fjórhjól hluta leiðarinnar sem þeir og gerðu. Hreindýraveiðar eru öllu jafnan stundaðar utan alfaraleiðar og því þurfa veiðimenn oft að fara langan veg með bráð sína. Mikilvægt er að kjötið sé sett í kælingu eins fljótt og auðið er svo gæði þess minnki ekki. Því skiptir máli að komast sem fyrst með bráðina af fjalli. Dómurinn féllst á þau rök leiðsögumannsins að fjórhjólið hafi ekki verið notað við veiðar, heldur eftir að þeim lauk. Því hafi hann ekki brotið lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum þegar hann flutti bráð sína til byggða á fjórhjóli, því í lögunum er ekkert tekið fram um það, að undir hugtakið veiðar skuli einnig falla sú háttsemi að sækja fellda bráð og flytja hana til byggða. Af dómnum má því ætla að hreindýraveiðimönnum sé framvegis heimilt að nota fjórhjól til að ferja bráð sína til byggða, nema til lagabreytinga komi. Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Hreindýraleiðsögumaður var í fyrradag sýknaður í Héraðsdómi Austurlands af ákæru um ólöglega notkun fjórhjóls við veiðar. Þar með verður leiðsögumönnum á hreindýraveiðum framvegis heimilt að nota fjór- og sexhjól til að sækja felld dýr samkvæmt dómnum. Hreindýraleiðsögumaðurinn var ákærður fyrir að hafa ekið fjórhjóli utan vega til að ná í hreindýrstarf sem hann felldi í júlí á síðasta ári. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafði farið í félagið við annan mann á veiðar og fellt tarf sem var 140 kíló. Mennirnir töldu ógerlegt að flytja svo stóran tarf án þess að hluta hann niður og notast við fjórhjól hluta leiðarinnar sem þeir og gerðu. Hreindýraveiðar eru öllu jafnan stundaðar utan alfaraleiðar og því þurfa veiðimenn oft að fara langan veg með bráð sína. Mikilvægt er að kjötið sé sett í kælingu eins fljótt og auðið er svo gæði þess minnki ekki. Því skiptir máli að komast sem fyrst með bráðina af fjalli. Dómurinn féllst á þau rök leiðsögumannsins að fjórhjólið hafi ekki verið notað við veiðar, heldur eftir að þeim lauk. Því hafi hann ekki brotið lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum þegar hann flutti bráð sína til byggða á fjórhjóli, því í lögunum er ekkert tekið fram um það, að undir hugtakið veiðar skuli einnig falla sú háttsemi að sækja fellda bráð og flytja hana til byggða. Af dómnum má því ætla að hreindýraveiðimönnum sé framvegis heimilt að nota fjórhjól til að ferja bráð sína til byggða, nema til lagabreytinga komi.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira