Innlent

Gengið til góðs

Söfnun Rauða Krossins, Göngum til góðs hófst í morgun. Að þessu sinni er safnað fyrir börn í sunnanverðri Afríku sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi.

Söfnunin stendur yfir næstu vikur og geta sjálfboðaliðar skráð sig á einhverjum þeim stöðvum sem Rauði Krossinn hefur sett upp víðs vegar um land. Um tólf milljónir barna í sunnanverðir afríku hafa misst foreldra sína úr alnæmi og mun söfnunarféð renna til verkefnis Rauða krossins sem miðar meðal annars að því að hlúa að foreldrum sem hafa veikst þannig að þeirra njóti lengur við, útvega börnum föt og ábreiður, aðstoða þorpsamfélög við að koma á fót athvörfum og styðja börn til skólagöngu. Söfnunin fór vel af stað í morgun og fjölmargir sjálfboðaliðar búnir að skrá sig.

Rauði krossinn hvetur landsmenn til að taka sjálfboðaliðunum vel þegar þeir banka upp á. Eins geta þeir sem kjósa lagt söfnuninni lið með því að hringja í númer söfnunarinnar 907 2020




Fleiri fréttir

Sjá meira


×