Innlent

Sífellt fleiri börn metin í sjálfsvígshættu

Tæplega 50 börn sóttu bráðamóttöku Barna og unglingadeildar vegna sjálfsvígshættu á fyrstu fimm mánuðum ársins. Til að taka á þessum vanda er deildin að fara af stað með verkefni sem heitir Lífið kallar en til þess þarf fjármagn.

Barna og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, hefur starfrækt bráðamóttöku fyrir börn og unglinga um nokkurt skeið og er móttakan opin alla virka daga frá 8 til 4. Starfsfólk deildarinnar hefur orðið vart við að sífellt fleiri börn sem koma á bráðamóttökuna eru metin í sjálfsvígshættu.

Bugl er að safna fyrir verkefni sem kallast Lífið kallar og er meðferðarúrræði fyrir þessi börn. Sinfóníhljómsveit Íslands mun vera halda styrktartónleika fyrir verkefnið í dag klukkan 17 og FL Group mun leggja sitt af mörkum. Eins geta þeir sem vilja styðja verkefnið lagt inn á bankareikning söfnunarinnar 0101-26-600600 kt. 601273-0129




Fleiri fréttir

Sjá meira


×