Innlent

Segist vilja að fylgst sé með lofhelginni

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra vill ekki staðfesta hvort eftirlit sé haft með ómerktum flugvélum í íslenskri lofthelgi þrátt fyrir fréttir um að bandaríkjaher hafi hætt eftirlitinu fyrir nokkrum vikum. Geir H. Harde forsætisráðherra vill heldur ekki tjá sig um málið.

Fram kom í fréttum NFS í gærkvöldi að ekkert eftirlit er hér á landi með merkjum sem berast frá fjórum rastjárstöðvum á Íslandi en kerfið var sett upp til að verjast ómerktum flugvélum sem reyna að laumast inn í íslenska lofthelgi. Bandaríski herinn sá um eftirlitið en hætti því fyrir nokkrum vikum og hafa ekki áhuga á að halda eftirlitinu áfram samkvæmt heimildum NFS. Utanríkisráðherra vildi ekki staðfesta að ekkert eftirlit væri haft með ómerktum flugvélum en neitaði því ekki. Hún sagðist ekki geta tjáð sig um varnarviðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna því þær væru á viðkvæmu stigi. Hún vonaðist þó til að málin yrðu skýrari eftir fund í næstu viku.

Valgerður telur æskilegt að áfram verði fylgst með merktum og ómerktum flugvélum í lofthelginni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×