Innlent

Börnin fá að fara í skólann

Pólsku börnin á Ísafirði fá loks að fara í skólann á morgun þrátt fyrir að vera ekki komin með kennitölu. Enginn skóli á landinu virðist því ætla að halda sig við lagabókstafinn sem kveður á um að kennitala sé forsenda skólavistar fyrir börn nýbúa.

Allir íslenskir skólar nema einn hafa hunsað lagabókstafinn og leyft erlendum börnum að hefja nám þó svo að dvalarelyfi þeirra hafi ekki verið afgreitt og kennitala veitt. Ísafjarðarbær hefur staðið gegn þessu og ekki af mannvonsku, að sögn talsmanna skólaskrifstofu, heldur til þess að gera kröfu á kerfið að leysa þennan. Átta pólsk hafa ekki fnegið að fara í skólann en í dag var tekin ákvörðun að gefa grænt ljós á skólagöngu þeirra - að fenginni staðfestingu á að um dvalarleyfisumsókn fyrir þau sé í bunkunum hjá útlendingastofnun og hjá Hagstofu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×