Innlent

Sjö af börnunum átta komin í skóla

Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði.

Sjö af erlendu börnunum átta sem ekki fengu inni í grunnskóla í Ísafjarðarbæ eru komin í skóla eftir fund skólayfirvalda með Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra. Á fréttavef Bæjarins besta er sagt frá því sú ákvörðun hafi verið tekin að því tilskildu að hægt væri að staðfesta að sótt hefði verið um kennitölu fyrir þau. Eitt þeirra hafði fengið kennitölu og hafið nám, og sex önnur munu hafa sótt um. Eftir átti að sækja um kennitölu fyrir eitt barnið. Börnin átta, sem ættuð eru frá Póllandi, fengu eins og áður segir ekki að hefja nám í Ísafjarðarbæ vegna kennitöluleysis, en í öðrum bæjarfélögum á landinu var börnunum einfaldlega hleypt í skóla, en ekki beðið eftir að kerfið veiti þeim kennitölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×