Innlent

Faxaskáli rifinn

Mynd/Vísir
Vinnuvélar hófu að rífa niður Faxaskála í morgun en húsnæðið mun víkja fyrir nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Faxskálinn, sem er 16.200 fermetrar að stærð, var byggður sem vörugeymsla á sjöunda áratugnum og notaður sem vörugeymsla í tengslum við inn- og útflutning þar til sú starfsemi fluttist í Sundahöfn. Síðan þá hefur fiskimarkaður verið í húsinu og hluti af starfsemi Hafrannsóknarstofnunar. Fiskimarkaðurinn hefur verið fluttur í Grandaskemmu í Vesturhöfninni og þar með er öll fiski- og útgerðarstarfsemi við Reykjavíkurhöfn komin að Vesturhöfninni. Ráðgert er að tónlistar- og ráðstefnuhúsið verið tilbúið vorið 2010.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×