Innlent

Tafir á nokkrum stöðum vegna framkvæmda

Milli kl. 9 og 12 í dag mun Orkubú Vestfjarða taka rafmagnið af göngunum um Breiðadals- og Botnsheiði vegna raflínutenginga. Því verða á þessum tíma aðeins neyðarljós við útskot og ökumenn þurfa að gæta ítrustu varúðar við akstur í göngunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Á Reykjanesbraut frá Álverinu að Njarðvík standa yfir malbikunarframkvæmdir og verða tafir þar á umferð. Framkvæmdir á þessu svæði standa yfir næstu daga og eru vegfarendur beðnir um að sýna tillitsemi. Vegna brúarviðgerðar á Borgarfjarðarbrú við Borganes verða umferðatafir þar í dag á milli kl. 11 og 13.

Vegna málningarvinnu við Jökulsá á Breiðamerkursandi má búast við umferðartöfum þessa viku og næstu viku. Á Djúpvegi (þjóðvegi 61) við Selá í Hrútafirði standa nú yfirbrúarframkvæmdir og er vegfarendum beint um hjáleið. Framkvæmdir þessar standa til 25. september 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×