Innlent

Allt að 18% verðmunur á milli verslanna

Mynd/Hrönn Axelsdóttir

Allt að 18% verðmunur reyndist vera á milli hæsta og lægsta verði vörukörfu þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í fjórum lágvöruverðsverslunum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Ódýrasta karfan var í verslun Bónus eða um 9.700 krónur en sú dýrasta var í verslun Kaskó þar sem karfan kostaði um 11.500 krónur. Af einstökum vörutegundum reyndist minnsti verðmunur milli verslanna á smjöri, osti og mjólkuvörum en allt að 100% munur og meiri reyndist vera á milli hæsta og lægsta kílóverði af pasta og jarðaberjasultu. Vörukarfan samanstendur af 40 almennum neysluvörum til heimilisins. Könnunin var gerð í Bónus Holtagörðum, Krónunni Lágholtsvegi, Nettó í Mjódd og Kaskó í Vesturbergi og miðast við beinan verðsamanburð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×