Innlent

Barnasáttmáli S.þ. lögum ofar

Börnum af erlendum uppruna er umsvifalaust hleypt inn í Austurbæjarskóla þó svo þau hafi ekki fengið kennitölu enda telur skólastjórinn fráleitt að brjóta gegn barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Á meðan fá utangarðsbörn af pólskum uppruna ekki að fara í skóla á Ísafirði vegna þess að dvalarleyfisumsóknir foreldra þeirra eru til meðhöndlunar í kerfinu.

Á Ísafirði eru átta pólsk börn í þeirri stöðu að fá ekki að fara í skólann þar sem þau eru ekki komin með kennitölu. Þjóðskráin vísar frá sér ábyrgð á þessum og segir Skúli Guðmundsson, skrifstofustjóri Þjóðskrár að börnin fái ekki virka kennitölu fyrr en útlendingastofnun sé búin að ferla hjá sér dvalarleyfi. Bendir Skúli á að sum utangarðsbarnanna á ísafirði séu ekki einu sinni með umsókn í kerfinu hjá útlendingastofnun. Á því beri foreldrar ábyrgð.

Óumdeilt er þó að það getur tekið margar vikur að afgreiða öll tilskilin leyfi og á meðan verða börnin fyrir vestan að guða á gluggann. En sami háttur er ekki hafður á í Austurbæjarskóla í Reykjavík. Guðmundur Sighvatsson, skólastjóri segir að hann setji ekki fyrir sig þó börnin séu ekki komin inní kerfið enda kveði barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna og landslög á um að börn skuli fá skólavist. Segir Guðmundur að á meðan hann þurfi að eltast við börn sem vilji ekki fara í skólann sé það fráleitt að eyða tíma sínum í að hindra önnur börn, sem það gjarnan vilja, í því að fara í skólann




Fleiri fréttir

Sjá meira


×