Innlent

Segir framkvæmdir við álver í Helguvík í hættu

Áform um uppbygging álvers í Helguvík eru í hættu ef ekki fást rannsóknarleyfi á jarðhitasvæðum á Reykjanesskaga. Undirstofnanir ráðuneyta tefja vísvitandi fyrir veitingu leyfanna, segir forstjóri Hitaveitu Suðurnesja.

Fyrr í sumar undirritaði Hitaveita Suðurnesja ásamt Orkuveitu Reykjavíkur og Norðuráls samkomulag um raforkusölu til fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Í því er gert ráð fyrir að Hitaveita Suðurnesja afhendi í fyrsta áfanga allt að 150 þúsund tonn árið 2010. Júlíus Jón Jónsson forstjóri Hitaveitunnar sagði á NFS í dag að til þess að af því gæti orðið þyrfti Hitaveitan að fara inn á ný svæði í leit að jarðvarmaorku. Hann sagði Hitaveitu Suðurnesja hafa sótt um rannsóknarleyfi í Krísuvík í október á síðasta ári en engin svör fengið.

Júlíus segir undirstofnanir ráðuneyta viljandi vera að tefja málið og nefnir í því sambandi Umhverfisstofnun. Hann segir að ef leyfin verði ekki afgreidd sem fyrst þá séu framkvæmdir við álver í Helguvík í hættu enda verði Hitaveita Suðurnesja að byrja rannsóknir sínar á næsta ári eigi þeim að takast að afhenda umsamda orku árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×