Innlent

Vilja fjölga nemendum um 500 á næstu fimm árum

MYND/GVA
Forsvarsmenn Háskólans á Bifröst stefna að því að fjölga nemendum þar um 500 á næstu fimm árum þannig að þeir verði 1200 árið 2011. Í undirbúningi er stofnun kennaradeildar við skólann.

Runólfu Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, var gestur á NFS í morgun. Þar sagði hann metfjölda hafa sótt um í skólanum í ár, alls 700 manns sem væri 200 fleiri en í fyrra. Nú væru 700 manns við nám á Bifröst og ætlunin væri að fjölga þeim um 500 á næstu 5 árum. Þá benti hann á að um 800 manns byggju nú á Bifröst en vonast væri til að íbúar yrðu þar um 1400 eftir fimm ár. Þannig yrði skólinn að stæðr eins og litlir, góðir campus-háskólar í Bandaríkjunum.

Aðspurður hvernig skólinn hygðist fjölga nemendum svo mikið sagði Runólfur að til stæði að stofna kennaradeild árið 2008 og þá hefði hann áhuga á að laða fleiri erlenda nemendur í skólann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×