Innlent

Lögregla beitti kylfum í óeirðum

Til óeirða kom milli lögreglu og unglinga í Skeifunni skömmu eftir miðnætti í nótt en um 200 unglingarnir voru þar samankomnir vegna samkvæmis. Ungur maður hafði kastaði af sér þvagi í hraðbanka SPRON og létu öryggisverðir lögreglu vita. Þegar lögregla kom á staðinn og hugðist handtaka manninn veittist hópurinn að lögreglunni og reyndi að koma í veg fyrir handtökuna. Til mikilla átaka kom á milli lögreglu og unglinganna en ungmennin létu öllum illum látum að sögn lögreglu, sem beitti kylfum í átökunum. Allt tiltækt lögreglulið Reykjavíkur var kallað út og tíu manns voru handteknir. Þeir gistu fangageymslur í nótt og verða yfirheyrðir í dag. Ekki liggur fyrir hver stóð fyrir samkvæminu en unglingarnir eru frá 16 ára aldri og uppúr.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×