Innlent

Bónorðinu fálega tekið

Steingrímur J. Sigfússon vill stofna hræðslubandalag, segir Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins. Hugmyndir Steingríms um kosningabandalag fá heldur dræmar undirtektir hjá formönnum hinna stjórnarandstöðuflokkanna.

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins segir málið ekkert hafa verið rætt innan flokksins og ekki verði hægt að stofna neitt kosningabandalag nema samstaða náist um málefnin fyrst.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir bendir á að Steingrímur J. hafi ekki viljað bandalag þegar Samfylkingin var stofnuð og eins hafi það verið Vinstri Grænir sem hafi ákveðið að slíta R-lista samstarfinu.

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins vill meina að hugmynd Steingríms sé að mynda hræðslubandalag gegn ríkisstjórninni. Þorgerður K. Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksinsv segir ljóst að stjórnarandstaðan ætli að boða harða vinstri stefnu á komandi vetri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×